Andvari - 01.01.1987, Side 21
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
19
Dr. Ármann Snævarr kveður upp eftirfarandi dóm um bækur og
ritgerðir Ólafs almennt:
Þegar ritverk prófessors Ólafs Jóhannessonar eru virt, blasa við tiltölulega
skýr höfundareinkenni. Styrkleiki hans felst í ljósri og greinargóðri framsetn-
ingu, vönduðu málfari og skýrri skipan efnis. Hann er laus við tyrfni í orðfæri og
kemur beint og vafningalaust að efni því, er hann gerir skil. í allri lögfræðilegri
umræðu er hann hinn leitandi fræðimaður, sem teflir kunnáttusamlega fram
rökum og andrökum og virðir hlutlægt og af glöggskyggni og góðri dómgreind
röksemdafærslu með og móti tiltekinni niðurstöðu. Ályktanir hans einkennast
af hófsemi og vissri fræðilegri varfærni. Oft kemst hann svo að orði, að rann-
sókn máls sé ekki svo rækileg á þessu stigi, að unnt sé að kveða fast að orði um
málalok.
Um efnistök og aðföng er það áberandi, að hann leggur mikla rækt við
heimildakönnun og er fundvís á gögn, sem að liði megi verða, þ. á m. óbirtar
heimildir. Hann er maður aðalatriða í kennslubókum sínum og býr efnivið vel í
hendur stúdentum án þess þó að slaka á kröfum til fræðilegrar úrvinnslu eða
framsetningar. Alloft eru rit hans í senn kennslubók og handbók. Hann færir
sér vissulega í nyt eldri rannsóknir íslenskar og gerir samviskusamlega grein
fyrir þeim. Jafnframt bera rit hans vott um, að hann hefir fylgst vel með í
lögfræði grannlandanna, og bjó hann þar upprunalega að framhaldsnámi sínu í
Svíþjóð 1945-1946.
Efnisval hefir eðlilega markast mjög af kennslugreinum hans í Háskólanum,
sbr. þó rit hans Lög og réttur, er sýnir með öðru hve fjölhæfur hann er og vel að
sér í lögfræði almennt.
Ritverka dr. Ólafs Jóhannessonar mun lengi sjá stað, og þau verða jafnan
talin til grundvallarrita í íslenskum lagabókmenntum á þessari öld.
Dr. Páll Sigurðsson dósent hefur uppi svipuð ummæli um rit Ólafs og
nefnir ekki síst kosti þeirra sem kennslubóka.
Þór Vilhjálmsson ritar grein í Ólafsbók undir nafninu „íslenskur
ríkisréttur“, þar sem hann rekur þróun stjórnskipunarréttar (stjórn-
lagafræði) og stjórnarfarsréttar sem kennslu- og fræðigreina við
Lagaskólann (1908-1911) og Háskóla íslands eftir að hann var stofn-
settur. í þessari ritgerð Þórs kemur glögglega fram hver er sérstaða
Ólafs sem fræðimanns og á hvaða sviðum hann vinnur brautryðjanda-
verk í íslenskum lögfræðibókmenntum. Má ljóst vera, að stjómlaga-
fræði var stunduð af áhuga við lagadeildina, og áður við Lagaskólann,
allt frá upphafi. í því efni gætti verka Lárusar H. Bjarnasonar, sem
fyrstur kenndi þá grein hér á landi og samdi fyrstu kennslubókina til
nota laganemum. Síðar koma til sögunnar dr. Einar Arnórsson og
prófessor Bjarni Benediktsson, sem með ritum sínum lögðu mikið af