Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 21

Andvari - 01.01.1987, Side 21
ANDVARI ÓLAFUR JÓHANNESSON 19 Dr. Ármann Snævarr kveður upp eftirfarandi dóm um bækur og ritgerðir Ólafs almennt: Þegar ritverk prófessors Ólafs Jóhannessonar eru virt, blasa við tiltölulega skýr höfundareinkenni. Styrkleiki hans felst í ljósri og greinargóðri framsetn- ingu, vönduðu málfari og skýrri skipan efnis. Hann er laus við tyrfni í orðfæri og kemur beint og vafningalaust að efni því, er hann gerir skil. í allri lögfræðilegri umræðu er hann hinn leitandi fræðimaður, sem teflir kunnáttusamlega fram rökum og andrökum og virðir hlutlægt og af glöggskyggni og góðri dómgreind röksemdafærslu með og móti tiltekinni niðurstöðu. Ályktanir hans einkennast af hófsemi og vissri fræðilegri varfærni. Oft kemst hann svo að orði, að rann- sókn máls sé ekki svo rækileg á þessu stigi, að unnt sé að kveða fast að orði um málalok. Um efnistök og aðföng er það áberandi, að hann leggur mikla rækt við heimildakönnun og er fundvís á gögn, sem að liði megi verða, þ. á m. óbirtar heimildir. Hann er maður aðalatriða í kennslubókum sínum og býr efnivið vel í hendur stúdentum án þess þó að slaka á kröfum til fræðilegrar úrvinnslu eða framsetningar. Alloft eru rit hans í senn kennslubók og handbók. Hann færir sér vissulega í nyt eldri rannsóknir íslenskar og gerir samviskusamlega grein fyrir þeim. Jafnframt bera rit hans vott um, að hann hefir fylgst vel með í lögfræði grannlandanna, og bjó hann þar upprunalega að framhaldsnámi sínu í Svíþjóð 1945-1946. Efnisval hefir eðlilega markast mjög af kennslugreinum hans í Háskólanum, sbr. þó rit hans Lög og réttur, er sýnir með öðru hve fjölhæfur hann er og vel að sér í lögfræði almennt. Ritverka dr. Ólafs Jóhannessonar mun lengi sjá stað, og þau verða jafnan talin til grundvallarrita í íslenskum lagabókmenntum á þessari öld. Dr. Páll Sigurðsson dósent hefur uppi svipuð ummæli um rit Ólafs og nefnir ekki síst kosti þeirra sem kennslubóka. Þór Vilhjálmsson ritar grein í Ólafsbók undir nafninu „íslenskur ríkisréttur“, þar sem hann rekur þróun stjórnskipunarréttar (stjórn- lagafræði) og stjórnarfarsréttar sem kennslu- og fræðigreina við Lagaskólann (1908-1911) og Háskóla íslands eftir að hann var stofn- settur. í þessari ritgerð Þórs kemur glögglega fram hver er sérstaða Ólafs sem fræðimanns og á hvaða sviðum hann vinnur brautryðjanda- verk í íslenskum lögfræðibókmenntum. Má ljóst vera, að stjómlaga- fræði var stunduð af áhuga við lagadeildina, og áður við Lagaskólann, allt frá upphafi. í því efni gætti verka Lárusar H. Bjarnasonar, sem fyrstur kenndi þá grein hér á landi og samdi fyrstu kennslubókina til nota laganemum. Síðar koma til sögunnar dr. Einar Arnórsson og prófessor Bjarni Benediktsson, sem með ritum sínum lögðu mikið af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.