Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 23

Andvari - 01.01.1987, Page 23
ANDVARI ÓLAFUR JÓHANNESSON 21 haldið gróinni hefð um að rækja þetta mikilsverða fræðasvið, aukið þar mörgu við og aðlagað nútímaaðstæðum og þörfum. Þótt Stjórnskipun íslands væri hið ágætasta rit og eftir því tímabært, þá hefur annað rit Ólafs, Stjórnarfarsréttur, almennur hluti (1955), meiri fræðilega sérstöðu. Sú bók má ótvírætt teljast brautryðjandaverk á sínu sviði, og hefur Þór Vilhjálmsson um hana þau orð að hún sé ,,stórvirki“ í íslenskri lögfræði. Sama orð, stórvirki, notar dr. Armann Snævarr um bókina. Brautryðjandastarf Ólafs Jóhannessonar á sviði stjórnarfarsréttar felst í því að þessi grein lögfræðinnar hafði sáralítið verið rækt hér á landi, þar til Ólafur tekur að sinna henni fyrir alvöru eftir að hann gerist lagaprófessor. Þótt stjórnarfarsréttur væri stundaður sem sér- stök fræðigrein við erlenda háskóla, þ. á m. Kaupmannahafnarhá- skóla, var fyrst tekin upp kennsla í stjórnarfarsrétti við Háskóla Islands árið 1940, enda þá orðin prófgrein samkvæmt reglugerð um laga- kennslu frá 1936. Ólafur Jóhannesson nautþví sjálfur engrar tilsagnar í stjórnarfarsrétti á námsárum sínum í háskólanum, enda lauk hann embættisprófi vorið 1939, eins og fyrr segir, ári áður en byrjað var að kenna þessa námsgrein. Fyrsti kennari í stjórnarfarsrétti var hins vegar prófessor Gunnar Thoroddsen, sem einnig kenndi stjórnlagafræði á þessum árum sem fyrr er sagt. Fer ekki milli mála að Gunnari var feng ið þarna erfitt verk, enda við ekkert að styðjast nema danska kennslu- bók eftir prófessor Poul Andersen, Dansk Statsforvaltningsret, sem lengi síðan var við lýði í lagadeild Háskóla íslands, en óhæf kennslubók hér á landi nema með stórfelldum breytingum, viðbótum og úrfell- ingum. Að því varð Gunnar Thoroddsen að vinna og vafalaust að búa til nýyrði í því sambandi, og gat það ekki talist neitt áhlaupaverk að hefja kennslu í nýrri námsgrein við slíkar aðstæður né aðgengilegt fyrir stúdenta að ná tökum á greininni. Nú er það að vísu svo, að Poul Andersen var meginhöfundur í fræðigreininni, og af honum hafa ís- lenskir lögfræðingar vissulega lært undirstöðuatriði stjórnarfarsréttar. Þ. á m. verður Poul Andersen að teljast lærifaðir og fyrirmynd Ólafs Jóhannessonar. Brautryðjandaverk Ólafs og stórvirki á sviði stjórn- arfarsréttar felst í því að ryðja burt grjótinu á þessum fræðaakri, gróðursetja þessi fræði í íslenskan jarðveg. Afrek Ólafs er í því fólgið að hafa klætt stjórnarfarsrétt í íslenskan búning og gera fræðigreinina aðgengilega íslenskum laganemum, lögfræðingum og öðrum lesend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.