Andvari - 01.01.1987, Page 24
22
INGVAR GfSLASON
ANDVARI
Það er að vísu rétt sem dr. Páll Sigurðsson bendir á í grein sinni um
Ólaf í Ólafsbók, að örlög lögfræðirita séu þau að úreldast fljótt. Slík
eru reyndar örlög fleiri fræði- og vísindarita á svo hraðfleygum tímum
sem nú eru. En með riti sínu um stjórnarfarsrétt lagði Ólafur grundvöll
sem lengi verður byggt á. Önnur rit hans voru honum einnig til sæmdar
og til hins mesta gagns á sviði lögfræðinnar. Á það við um hinar
ýmislegu kennslubækur hans og meginritið Stjórnskipun íslands, sem
áður var um rætt. Fer ekki milli mála, að Ólafur Jóhannessor. var
merkur lögfræðingur og dugmikill fræðimaður. Sem háskólamaður
skipaði hann rúm sitt með ágætum.
Stjórnmálaafskipti
Þótt Ólaf Jóhannesson bæri vissulega hátt á vettvangi lögvísi og
háskólastarfs, þá er ljóst að landsfrægð sína hlaut hann fyrir þátttöku í
stjórnmálum. Hans verður lengst minnst sem stjórnmálaforingja og
áhrifamanns á miklum umbrota- og framfaratímum. Margir stjórn-
málaforingjar hér á landi áttu lengri þingmannsferil en Ólafur og sátu
lengur en hann á ráðherrastólum. Hann var eigi að síður þingmaður í
24 ár og ráðherra rúm 11 ár. Ekki gat Ólafur talist bráðungur þegar
hann var kjörinn á þing fyrir Skagaf jarðarsýslu í fyrri kosningum ársins
1959, hinum síðustu fyrir kjördæmabreytinguna, og síðan fyrir
Norðurlandskjördæmi vestra í haustkosningum sama ár. Hafa margir
byrjað þingmennsku yngri en hann, en hann var þá 46 ára að aldri.
Ólafur var hins vegar enginn nýgræðingur í félagsmálum og stjórn-
málum þegar hann var kjörinn á þing í fyrsta skipti. í raun og veru hafði
hann mikla reynslu á þessum sviðum. Pess er að geta að hann var
kjörinn varaþingmaður Skagfirðinga árið 1956 og sat þá á þingi
skamman tíma í forföllum hins kjörna þingmanns Framsóknarflokks-
ins, Steingríms Steinþórssonar. Hann hafði tekið þátt í félagsstörfum
á vegum Framsóknarflokksins allt frá því að hann var í menntaskóla,
auk þess sem hann var virkur í félagslífi skólans á margan hátt. Á
háskólaárum hans fór ekkert leynt hvar hann stóð í pólitík, enda meðal
forystumanna framsóknarmanna í háskólanum og sat í stúdentaráði.
Hann átti hlut að því að stofnað var pólitískt stúdentafélag vorið 1939
undir nafninu Félag frjálslyndra stúdenta, en þar réðu fyrst og fremst
þeir sem fylgdu Framsóknarflokknum að málum. Síðar varð hann