Andvari - 01.01.1987, Side 25
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
23
formaöur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og loks formaö-
ur Framsóknarfélags Reykjavíkur 1944 og kosinn í miðstjórn flokks-
ins tveimur árum síðar. Ólafur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum
á vegum Framsóknarflokksins löngu áður en hann varð þingmaður
og var á sinn hátt áhrifamikill og virkur flokksmaður og kunnur að
giftudrjúgum störfum innan flokksins.
Þegar hann settist á þing hafði hann yfir að ráða mikilli þekkingu á
þjóðmálum og ótvíræðri reynslu í almennum félagsmálum og stjórn-
málum. Eftir að hann tók sæti á þingi jókst mjög allt traust á honum og
frami hans innan flokksins að sama skapi. Varaformaður Framsókn-
arflokksins var hann kosinn vorið 1960 og hélt þeirri stöðu til ársins
1968, er hann var kjörinn formaður flokksins í stað Eysteins Jóns-
sonar, sem þá óskaði að láta af formennsku, þótt enn sæti hann á
Alþingi mörg ár eftir það.
Ólafur var formaður Framsóknarflokksins í 11 ár, 1968-1979, og
meginhluta þessa tímabils í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna lands-
ins sem flokksforingi og ráðherra, þ. á m. forsætisráðherra í tveimur
ríkisstjórnum. Á þessum tíma reyndi mjög á Ólaf, því að hvorki voru
pólitískir friðartímar á íslandi né að allt lægi kyrrt í Framsóknar-
flokknum. Áttundi áratugurinn er stundum kenndur við Framsóknar-
flokkinn, menn tala um Framsóknaráratuginn, Framsóknarflokks-
menn yfirleitt með nokkru stolti, en andstæðingar þeirra margir stund-
um með lítilli virðingu. Reyndar er það svo að á þessum árum voru
framsóknarmenn ekki á neinn hátt einráðir um stjórnmál og stjórn-
málaþróun, heldur voru þeir í margs konar samstarfi við aðra stjórn-
rnálaflokka, og hafi einhverju miðað til góðs á þessum árum, þá hljóta
fleiri að hafa komið þar við sögu en framsóknarmenn einir og ef
eitthvað fór úrskeiðis, þá hlýtur það að hafa verið fleirum að kenna en
framsóknarmönnum. Hvað sem um það er að segja, fer ekki milli mála
nð áttundi áratugur þessarar aldar var eftirminnilegt tímabil í þjóðar-
sögunni, umbrotatímabil, en einnig framfaratímabil. Og þetta eru þau
ár sem Ólafs Jóhannessonar gætir mest á vettvangi stjórnmálanna. Má
til sanns vegar færa að hann sé umfram flesta aðra maður þessa tímabils
á sama hátt og Bjarni Benediktsson var mest áberandi af einstökum
stjórnmálamönnum á sjöunda tug aldarinnar.