Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 26

Andvari - 01.01.1987, Page 26
24 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar Þannig stóðu sakir þegar Ólafur Jóhannesson varð formaður Framsóknarflokksins á fyrrihluta árs 1968, að Framsóknarflokkurinn hafði verið í stjórnarandstöðu síðan í desembermánuði 1958, eða meira en 9 ár. Allt þetta tímabil hafði verið samstarf um ríkisstjórn milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Enn átti þetta samstarf eftir að endast í þrjú ár, til 1971, þegar þessir flokkar misstu meirihluta á Alþingi. Framsóknarflokkurinn var því í stjórnarandstöðu 12 1/2 ár samfellt, allan sjöunda áratuginn og rúmlega það. En á þeirri stöðu varð breyting eftir alþingiskosningarnar 1971. Ólafur Jóhannesson varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn, sem tók til starfa 14. júlí það ár. Auk þess var hann dóms- og kirkjumálaráðherra. Að stjórninni stóðu auk Framsóknarflokksins Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alls voru ráðherrar sjö. Auk Ólafs voru þeir þessir: Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra og Magnús Kjartansson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og iðnaðarráðherra, báðir frá Alþýðubandalaginu, Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra og samgönguráðherra og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra, báðir frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra, frá Framsóknarflokknum. Ríkisstjórnin hafði á bak við sig í upphafi stjórnarsamstarfsins 32 þingmenn af 60 og mátti ekki tæpara standa. í stjórnarandstöðu voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Til grundvallar stjómarsamstarfinu 1971 lá mjög ítarlegur mál- efnasamningur. Þar var m.a. kveðið á um eftirfarandi: I. Landhelgissamningnum við Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961 skyldi sagt upp og fiskveiðilandhelgin færð út í 50 sjómílur 1. sept. 1972. II. Lögð er áhersla á að takast megi að koma í veg fyrir „þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óða- verðbólgu.“ Tekið er fram að ríkisstjórnin vilji hafa um þessi mál sem nánast samstarf við samtök launafólks og atvinnurekenda og sé það stefna ríkisstjórnarinnar „að bæta afkomu verkafólks, bænda, sjó- manna og annarra, sem búa við hliðstæð kjör.“ Enn fremur segir í málefnasamningnum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.