Andvari - 01.01.1987, Page 27
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
25
„I trausti þess, að ríkisstjórnin hljóti stuðning til þess að ná sem
beztum tökum á þróun verðlagsmála, og í því skyni, að hægt verði að
trYggja láglaunafólki árlegar og eðlilegar kjarabætur, mun ríkis-
stjórnin beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum í kjaramálum:
1- Vinnuvikan verði með lögum stytt í 40 stundir án breytinga á
vikukaupi.
2. Orlof verði lengt í 4 vikur og framkvæmd orlofslaga auðvelduð.
3. Kaupgjaldsvísitalan verði leiðrétt um þau 1,3 vísitölustig, sem felld
voru niður með verðstöðvunarlögunum, og komi leiðréttingin nú
þegar til framkvæmda.
4. Þau tvö vísitölustig, sem ákveðið var í verðstöðvunarlögunum að
ekki skyldu reiknuð í kaupgjaldsvísitölu fram til 1. september, verði nú
þegar tekin inn í kaupgjaldsvísitöluna.
5. Auk þeirra kjarabóta, er að framan greinir, telur ríkisstjórnin, að
með nánu samstarfi launafólks og ríkisstjórnar sé mögulegt að auka í
áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks
um 20% á næstu tveimur árum, og mun beita sér fyrir, að því marki
verði náð.“
Jafnframt er vikið að kjaramálum bænda og þar sagt að lög um
framleiðsluráð verði endurskoðuð og að því stefnt að Stéttarsam-
bandið semji við ríkisstjórnina um kjaramál bænda og verðlagningu
búvara. I>á segir svo að ríkisstjórnin vilji að opinberir starfsmenn fái
fullan samningsrétt um kjör sín, enda hverfi þá öll sjálfvirk tengsl á
milli launasamninga þeirra og annars launafólks. Einnig er lögð
uhersla á að launakjör sjómanna verði bætt verulega, m.a. með hækk-
un á fiskverði.
III. Um almenn efnahagsmál er þetta að finna í málefnasamningn-
um:
>,Ríkisstjórnin mun m.a. beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum í
efnahagsmálum:
I- Að lækka vexti á stofnlánum atvinnuveganna og lengja lánstíma
þeirra.
Að endurkaupalán Seðlabankans verði hækkuð og vextir á þeim
!ækkaðir.
Að vátryggingamál fiskiskipa verði endurskoðuð með það fyrir
^ugum að lækka vátryggingarkostnað.
Að endurskoða lög og reglur um ýmiss konar gjöld, sem nú hvíla á