Andvari - 01.01.1987, Page 29
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
27
um“, er nægi til hitunar á húsakosti landsmanna og tryggi íslenskum
atvinnuvegum næga raforku. Stefnt sé að því að tengja saman megin-
aflstöðvar landsins.
Ymis önnur ákvæði er að finna í kaflanum um atvinnumál þó hér
verði ekki rakin nánar, m.a. um það að endurskoða allt bankakerfið og
vinna að sameiningu banka.
V. Talin eru upp höfuðmarkmið í félags- og menningarmálum í
sameiginlegum kafla um þessa málaflokka og þar komið víða við hvað
snertir jafnréttismál, tryggingamál, húsnæðismál, fræðslumál, jöfnun
menntunaraðstöðu, fjölgun námsbrauta o.fl. Þar segir einnig að fram-
kvæma skuli endurskoðun á fræðslukerfinu og gera heildaráætlun um
þörf þjóðarinnar fyrir hvers kyns fræðslustofnanir, kennaralið, náms-
leiðir og tengsl milli þeirra í því skyni að skapa samræmt og heilsteypt
fraeðslukerfi.
VI. Um utanríkismál segir svo:
utanríkismálum hafa stjórnarflokkarnir komið sér saman um
eftirfarandi meginatriði:
Stefna íslands í alþjóðamálum verði sjálfstæðari og einbeittari en
hún hefur verið um langt skeið og sé jafnan við það miðuð að tryggja
efnahagslegt og stjórnarfarslegt fullveldi landsins. Haft skal fullt
samráð við utanríkismálanefnd Alþingis um öll meiri háttar utanríkis-
mál og um mótun utanríkismálastefnu landsins. Á hverju Alþingi skal
§efin skýrsla um utanríkismál og fari þar fram almennar umræður um
þau.
Hafa skal sérstaklega náin tengsl við Norðurlandaþjóðirnar. Innan
Sameinuðu þjóðanna og annars staðar á alþjóðavettvangi ber íslandi
að styðja fátækar þjóðir til sjálfsbjargar og jafnréttis við efnaðar
Þjóðir. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir jöfnum rétti allra þjóða og mun því
g^eiða atkvæði með því, að stjórn Kínverska alþýðulýðveldisins fái sæti
Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Enn fremur mun hún styðja það, að
bæðiþýzku ríkin fái aðild að Sameinuðuþjóðunum, ef það mál kemur
a dagskrá. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á frelsi og sjálfsákvörðunarrétt
abra þjóða og fordæmir því hvarvetna valdbeitingu stórvelda gegn
smáþjóðum.
fríkisstjórnin telur að vinna beri að því að draga úr viðsjám í heimin-
um og stuðla að sáttum og friði með auknum kynnum milli þjóða og
alrnennri afvopnun, og telur, að friði milli þjóða væri bezt borgið án
ernaðarbandalaga. Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um af-