Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 31
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
29
það að hún væri „pólitísk“, það kom beinlínis fram í stjórnskipulagi
hennar, þar sem gert var ráð fyrir að forstjórar stofnunarinnar (sem
skjótt voru uppnefndir ,,kommissarar“) kæmu og færu með hverri
ríkisstjórn, en væru ekki fastráðnir eins og bankastjórar eða embætt-
ismenn hafa lengstum verið. Þetta skipulag var gagnrýnt af and-
stæðingum ríkisstjórnarinnar og náði eitthvað eyrum stjórnarsinna, en
hafði við minni rök að styðjast en margur hefur viljað vera láta fyrr og
síðar. í rauninni mælir margt með því að hreyfing sé á forstöðu-
mönnum opinberra stofnana og það átti sérstaklega við um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, eins og hún var hugsuð í upphafi, a.m.k. hvað
framsóknarmenn varðaði.
Um það er ekki að deila að Framkvæmdastofnun ríkisins gerðist
atkvæðamikil í atvinnuuppbyggingunni og umskipta tók að gæta fyrir
áhrif hennar og þeirrar stefnu, sem hún var sprottin af. Þessi umskipti
komu einkum fram í þróttmikilli atvinnuuppbyggingu í sjávarplássum
þh um landsbyggðina. Fyrir áhrif þeirrar stefnu sem fyrri ríkisstjórn
Ulafs Jóhannessonar mótaði og fylgdi fram hófst framfaraskeið á
landsbyggðinni og hélst út allan áratuginn að ekki sé meira sagt. Þessi
appbygging var vissulega reist á áætlunarbúskap og þó innan allra
hófsemdarmarka og án yfirþyrmandi ríkisforsjár. Fyrir byggðastefnu
sina og landsbyggðarhug verður þessarar ríkisstjórnar lengi minnst.
Ríkisstjórnin skildi eftir sig fleiri merkar framkvæmdir og ákvarð-
unir. Þeirra er þó minna getið oft og einatt, þegar rætt er um þetta
stjórnarsamstarf en réttmætt er. Vissulega eiga þær rót sína í málefna-
Samningnum og var hrint í framkvæmd af hlutaðeigandi ráðherrum. Á
Vegum þáverandi menntamálaráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar,
var mörgum góðum málum komið í höfn. Ber þar fyrst að nefna
grunnskólalögin, sem eru grundvöllur skyldunáms barna og unglinga,
lög þeirrar gerðar sem líkleg eru til að standa lengi í meginatriðum.
pa voru sett lög um fjölbrautaskóla, ekki fyrirferðarmikil, en afar
gagnleg varðandi endurskipulagningu framhaldsskólastigsins meðan
, ki var (né er) við að styðjast heildarlöggjöf um það skólastig. Magn-
Us Kjartansson hlaut að koma víða við í ráðuneytum sínum. í hans tíð
var unnið af kappi að virkjunarmálum, m.a. að Sigölduvirkjun og
undirbúningi Kröfluvirkjunar, auk samtengingar alls raforkukerfis í
andinu. Nýskipan heilsugæslunnar var ákveðin með lögum vorið 1973
lr alllangan aðdraganda og ítarlegan undirbúning og er enn grund-
Ur heilsugæslu í landinu. Samgöngumálum miðaði vel á þessu