Andvari - 01.01.1987, Side 33
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
31
„Þrjátíu ára stríðið“ og hlutur Ólafs í því
Sú landhelgisskipan sem hér um ræðir og nú ríkir á íslandi á sér
langan aðdraganda. Þeirri sögu verða ekki gerð skil í þessari ritgerð,
aðeins bent á að allan fyrri hluta aldarinnar, 1901-1951, voru íslend-
ingar bundnir af samkomulagi við Breta um fiskveiðar við íslands-
strendur. Á þessum áratugum var fiskveiðilandhelgi íslands aðeins 3
sjómílur og landhelgislínan náði inn á flóa og firði eftir því hversu
breiðir þeir voru. Upp að þessum mörkum veiddu breskir togarar og
auk þess togarar annarra þjóða og önnur fiskiskip útlend. Auðlindir
hafsins umhverfis ísland voru m.ö.o. að langmestu leyti nýttar af
utlendingum fyrstu áratugi líðandi aldar og fram yfir miðja öldina. Hér
nkti í rauninni nýlenduástand í auðlindanýtingu. Mikilvægasta verk-
efni allra ríkisstjórna og Alþingis frá því upp úr lokum síðari
heimsstyrjaldar (1945) fram að árinu 1976 var landhelgismálið sem
svo hefur verið nefnt og fól það einfaldlega í sér að tryggja íslendingum
fyllstu yfirráð yfir hafinu umhverfis landið og óskoraðan rétt til að nýta
uuðlindir þess. Má með sanni segja að landhelgismálið hafi staðið full
30 ár, verið eins konar þrjátíu ára stríð íslendinga við leifar nýlendu-
stefnunnar í beinu framhaldi af afnámi konungssambandsins við Dani
með stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Þegar landhelgismálið er kallað
>,stríð“ má e.t.v. segja að þar sé um frjálslega notkun þess orðs að ræða
niiðað við þau ósköp sem styrjaldir leiða af sér í mannfalli og öðrum
hörmungum. Hinu er ekki að leyna að deilur íslendinga við Breta (og
þá eina af öllum þjóðum) leiddu til e.k. styrjaldarástands, nánast vopn-
uðra átaka á íslandsmiðum. Þess háttar harka í milliríkjadeilum ís-
lendinga var langmest á ráðherraárum Ólafs Jóhannessonar (1972-
1976), að vísu með hléum. Þessi átök nefndust „þorskastríð“ og voru
Pað Englendingar sem fundu upp það orð, og voru átökin sérstaklega
hörð á árinu 1973 og aftur 1975-1976. Þá beittu Bretar í ríkum mæli
st°rum herskipum til verndar togaraflota sínum á íslandsmiðum. Til
Varnar var varðskipafloti íslendinga, og augljós liðsmunur.
híú er það auðvitað svo að aldrei ræður einn maður öllu um pólitíska
Proun, afrek og sigra eða annað sem til frægðar má verða í stjórnmál-
Unh síst í lýðræðislandi. Það getur a.m.k. ekki átt við um landhelgis-
^ið.svo langvinnt sem það var í heild sinni og af því hversu margar
lsstjórnir, stjórnmálamenn og embættismenn, áttu þar hlut að máli,