Andvari - 01.01.1987, Page 34
32
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
að ekki sé minnst á alþjóðlega þróun hafréttarmála á þessu tímabili.
Hitt er jafnvíst og sést því betur sem lengra líður að ekki hafa aðrir
verið áhrifameiri um framgang landhelgismálsins á áttunda áratugnum
en Ólafur Jóhannesson á þeim árum sem kollhríðin stóð. Að sjálfsögðu
leiðir áhrif Ólafs beint af því að hann er í þeirri valdaaðstöðu sem ekki
einasta styrkir hann til áhrifa á þetta mál, heldur krefst þess að hann
hafi þar meginforystu. Þessu forystuhlutverki gegndi Ólafur farsæl-
lega. Það var þjóðinni gæfa að maður með lagaþekkingu, skynsemi,
þrek og drenglyndi Ólafs Jóhannessonar sat á æðsta valdastóli í ríkis-
stjórn á árunum 1971-1974 og réð jafnmiklu sem hann gerði á árunum
1974-1976 í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Framganga Ólafs Jó-
hannessonar í þeim ríkisstjórnum sem afskipti höfðu af landhelgis-
málinu á áttunda áratugnum eru ómetanleg. Þar kom fram sú eigind
Ólafs að duga best þegar mest á reyndi.
Andbyr 1974-1978
Þótt ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 leysti mörg verk-
efni vel af hendi og mikið kvæði að Ólafi í embætti forsætis- og
dómsmálaráðherra, þá gætti aldrei fullrar einingar í stjórnarsam-
starfinu og sumt fór mjög á annan veg en Ólafi var að skapi, ekki síst
þróun efnahagsmála, þegar líða tók á stjórnartímabilið. Ágreiningur
um efnahagsaðgerðir varð ríkisstjórninni að falli í maí 1974 og var
boðað til kosninga með mjög stuttum fyrirvara ári áður en kjörtíma-
bilinu lauk.
Kosningaúrslitin urðu þau að skilyrði voru ekki til þess að sömu
flokkar færu með ríkisstjórn næsta kjörtímabil. Innan Framsóknar-
flokksins átti sú hugmynd yfirgnæfandi fylgi að fagna, að flokkurinn
beitti sér fyrir myndun ríkisstjórnar með Alþýðubandalaginu og Al-
þýðuflokknum. Reyndi Ólafur Jóhannesson til þrautar að ná samning-
um um þá leið, en þær tilraunir sýndu að hvorki var vilji fyrir slíku í
Alþýðuflokknum né Alþýðubandalaginu. Leiddi það til þess, sem
margir framsóknarmenn sættu sig þó illa við, að mynduð var samstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hall-
grímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, en Ólafur fór með dóms-
og kirkjumál og viðskiptaráðuneytið. Sú ríkisstjórn sat allt kjörtíma-