Andvari - 01.01.1987, Síða 35
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
33
bilið og studdist við mjög rífan meirihluta á Alþingi. Það var á þessum
árum m.a. sem landhelgismálinu lauk með þeim árangri sem rakið
hefur verið. Ríkisstjórninni var þó margt mótdrægt, einkum að því er
tók til samskipta við launþegasamtökin, sem snerust yfirleitt harkalega
gegn efnahagsráðstöfunum þessarar ríkisstjórnar. Gætti þess mjög í
kosningum, sem fram fóru á árinu 1978, bæði sveitarstjórnar-
kosningum og alþingiskosningum, enda guldu stjórnarflokkarnir,
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, afhroð í þessum kosning-
um.
A þessum árum gerðist það einnig að Ólafur varð fyrir óvenju
rætnum og illvígum árásum fjölmiðlafólks í sambandi við dómsmála-
stjórn sína og lögreglurannsóknir út af margslungnu sakamáli, svo-
nefndu Geirfinnsmáli, og gekk svo langt að hann var ásakaður um
yfirhylmingar og hlífð við ætlaða brotamenn í þessu stórglæpamáli.
Málið upplýstist að lokum og gengu í því dómar, og árásarliðið sem
sótti að Ólafi Jóhannessyni var afhjúpað sem ofsóknarmenn. Alltþetta
mál er kirfilega rakið í prentuðum dómum Hæstaréttar og verður ekki
talið fram frekar í þessari ritgerð. Hins vegar hlaut sú ósanngjarna árás
sem Ólafur varð fyrir að koma við skap hans og olli honum angri á
meðan á henni stóð, þótt ekki yrði það á honum séð. Er til efs að
nokkur stjórnmálamaður hér á landi hafi mátt þola ægilegri ásakanir
en Ólafur í þessu máli. Allur málatilbúnaður í þessari dæmalausu
ofsóknarherferð bar keim af því að forsprökkum hennar væri ekki
sjálfrátt.
Það er og víst að þessi árásaralda sem reið yfir Ólaf Jóhannesson
sérstaklega kom niður á Framsóknarflokknum í heild, enda voru
osannar sakir færðar fram gegn fleiri forystumönnum flokksins í
þessari orrahríð fjölmiðlanna. Var ekki hikað við að koma spillingar-
0rði á flokkinn og flokksstarfsemina yfirleitt. Áhrifanna af þessum
nsökunum gætti verulega í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum sem
fram fóru í maí og júní 1978, þótt fleira yrði til þess að kjörfylgi
okksins minnkaði að því sinni.
Síðari ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
. Fftir alþingiskosningar 1978, þar sem ástandið einkenndist af ó-
Slgrum stuðningsflokka fráfarandi ríkisstjórnar, Sjálfstæðisflokksins
°g r'ramsóknarflokksins, en mikilli fylgisaukningu Álþýðuflokksins og
3