Andvari - 01.01.1987, Page 37
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
35
Hann lagði því fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sú lausn
var veitt 11. október, daginn eftir að Alþingi kom saman. Hafði
stjórnin þá setið rétt rúma 13 mánuði, sýnu skemur en flestar meiri-
hlutastjórnir frá upphafi heimastjórnar.
Sjálfstæðismenn studdu sem vænta mátti kröfuna um þingrof og
nýjar kosningar og fluttu reyndar tillögu um það efni þegar á fyrsta
degi þingsins. Áttu þeir síðan hlut að því að forseti íslands skipaði
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts Gröndals
og tók sú stjórn formlega við völdum 15. október. Fyrsta verk þeirrar
ríkisstjórnar var að lýsa yfir þingrofi, sem tók gildi 16. október, og
boða til alþingiskosninga 2. desember 1979.
Við þessa atburði urðu þáttaskil á stjórnmálaferli Ólafs Jóhannes-
sonar og það því fremur að á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins
fyrr á árinu 1979 baðst hann undan endurkjöri sem formaður Fram-
sóknarflokksins, en Steingrímur Hermannsson kjörinn í hans stað.
Virtist ljóst að Ólafur stefndi að því að hætta stjórnmálaafskiptum,
enda tilkynnti hann forystumönnum kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, að hann gæfi ekki kost á
sér til framboðs að nýju. Það gekk eftir, en fyrir mjög eindregna
málaleitan af hálfu framsóknarmanna í Reykjavík varð hann við því að
skipa efsta sæti á lista flokksins þar í kosningum þeim sem nú fóru í
hönd, enda var reykvískum framsóknarmönnum mjög í mun að styrkja
stöðu sína eftir ósigurinn í kosningum 1978. Reyndist framboð Ólafs í
Reykjavík heillaráð eins og síðar kom á daginn.
Innanflokksdeilur í Framsóknarflokknum 1968-1974
Þegar Ólafur lét af formennsku í flokknum hafði hann gegnt því
starfií 11 ár, 1968-1979. Þótt enginndrægi stjórnmálahæfileika Ólafs í
efa og enginn dirfðist að leggja til atlögu við hann um formannssætið
aHan þennan tíma, er ekki þar með sagt að allt lægi kyrrt í flokknum á
Pessu tímabili.
Hm það bil sem Ólafur Jóhannesson tók við formennsku í Fram-
soknarflokknum tók að brydda á skoðanaágreiningi í flokknum framar
Því sem verið hafði um alllangt skeið. Þau skil sem greina má í þessu