Andvari - 01.01.1987, Page 39
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
37
yfirleitt að því er varðaði samfylkingarhugmyndir var samþykkt á
flokksþingi í apríl 1971 eftirfarandi ákvæði í stjórnmálayfirlýsingu:
„Framsóknarflokkurinn mun á komandi kjörtímabili vinna að því að
marka sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra sem aðhyllast hugsjónir
jafnaðar, samvinnu og lýðræðis.“ Samfylkingarmenn litu á þessa sam-
þykkt sem sigur fyrir sig, og út frá henni varð ekki hjá því komist að
Framsóknarflokkurinn tæki þátt í viðræðum við vinstri flokkana um
náin einingarsamtök vinstri manna. Fær viðræður báru aldrei neinn
árangur, enda talið óraunhæft mál af fleirum en forystumönnum
Framsóknarflokksins þegar til kastanna kom. Hugmyndin reyndist
ótímabær og ekki framkvæmanleg.
Mál þetta hélt þó áfram að vera ágreiningsefni í Framsóknarflokkn-
um allt stjórnartímabilið (1971-1974) og hafði alvarlegar afleiðingar
fyrir einingu flokksins um það er lauk. í kosningum 1974 varð þetta
einingarrof augljóst. Gengu ýmsir af samfylkingarmönnum til liðs við
aðra flokka, ekki síst Samtök frjálslyndra og vinstri manna.
Áhrif á kjörfylgi Framsóknarflokksins
Vafalaust höfðu þessi átök í Framsóknarflokknum um samfylk-
mgarhugmyndirnar langæ áhrif á kjörfylgi Framsóknarflokksins. Þau
skildu eftir sig spor, sem tíminn einn gat og getur máð út. Hins vegar
hefur ekkert sannast um það að samfylkingarmennirnir hafi haldið
fram raunhæfum málstað nema síður sé. Ólafur Jóhannesson vann því
málefnalegan sigur að þessu leyti, þegar upp var staðið.
Olafur Jóhannesson sat því ekki á friðstóli meðan hann gegndi
formennsku í Framsóknarflokknum. Fvert á móti átti hann í átökum
Urn innanflokksmál við öfl þar, sem litu þau öðrum augum en hann og
nteirihluti flokksmanna. Oft er um það talað, þegar fylkingar vegast á í
stjórnmálaflokkum, að persónulegar ástæður valdi þar miklu um. Sá
skoðanamunur sem upp kom í Framsóknarflokknum á því tímabili sem
^ér um ræðir var ekki persónubundinn. Þetta var málefnaágreiningur
Urn grundvallaratriði, sem ekki reyndist unnt að jafna.
Samþykkt flokksþingsins 1971 um „sameiginlegt stjórnmálaafl
samvinnu- og jafnaðarmanna“ var af þorra flokksmanna skilin sem
akveðin yfirlýsing um að Framsóknarflokkurinn ynni með vinstri
°kkunum á venjulegum samstarfsgrundvelli þegar á reyndi. Hún var