Andvari - 01.01.1987, Page 40
38
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
einvörðungu árétting á slíkri stefnu og í samræmi við stjórnmálavið-
horf þess tíma. Mikill meirihluti flokksmanna taldi þessari ályktun
fullnægt með myndun vinstri stjórnar undir forystu Olafs Jóhannes-
sonar 1971. Annar skilningur á efni hennar var í hæsta máta óeðli-
legur. Ályktunin var barn síns tíma og hefur nú aðeins sögulegt gildi.
Vissulega olli þetta mál umróti innan Framsóknarflokksins og hafði
sínar afleiðingar, en eindregin andstaða Ólafs Jóhannessonar gegn
ákveðnum róttækum samfylkingarhugmyndum var réttmæt og varð
ekki umflúin, þótt þær raddir heyrðust á þeirri tíð að hann hefði mátt
taka á málinu af meiri lempni. Sú skoðun stenst þó ekki dóm sögunnar.
Ólafur hafði meirihluta flokksmanna með sér um það meginviðhorf
að hafna samfylkingarhugmyndum þeirra sem ákafastir voru í þeim
efnum, enda varð samfylkingarhugmyndin í sinni róttæku mynd ekki
skilin nema á þann eina veg að hún leiddi til þess að Framsóknarflokk-
urinn yrði lagður niður. Slíkt var auðvitað algerlega óraunhæft og
ótímabært og í andstöðu við vilja flokksmanna. Svo róttækar hug-
myndir voru aldrei annað en tímaskekkja.
Úrslit desemberkosninga 1979
Framsóknarflokkurinn hlaut mikla fylgisaukningu í desem-
berkosningunum 1979 miðað við kosningarnar rúmu ári fyrr. Árið
1978 hlaut flokkurinn aðeins 16.9% greiddra atkvæða í landinu öllu og
12 þingmenn kjörna. í desemberkosningunum 1979 fékk Framsókn-
arflokkurinn hins vegar 25% atkvæðanna og 17 þingmenn. Þessi fylg-
isaukning var óneitanlega mikil, en ef hún er borin saman við fylgi
flokksins 1974, þegar flokkurinn gekk naumast heill til kosninga,
kemur í ljós að heildarfylgi flokksins í landinu er ámóta 1974 og 1979,
um 25%. M.ö.o. vann Framsóknarflokkurinn upp tapið frá 1978 og
náði að nýju þeirri stöðu sem hann hafði haft um áratugi að vera
næst-stærsti flokkur landsins með u.þ.b. fjórðung kjósenda á bak við
sig.
í Reykjavík fór sem í öðrum kjördæmum að Framsóknarflokkurinn
jók fylgi sitt í desember 1979. í kosningunum 1978 varð flokkurinn
fyrir miklu áfalli í Reykjavík sem öðrum kjördæmum, en það vannst
nokkurn veginn upp 1979, og urðu þingmenn Framsóknarflokksins
þar aftur tveir, Ólafur Jóhannesson og Guðmundur G. Þórarinsson.