Andvari - 01.01.1987, Síða 42
40
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
hríð einkenndist kosningabaráttan af augljósum átökum milli Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessi aðstaða skipti sköpum
fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum. Það varð flokknum til sam-
einingar að hafa gert Sjálfstæðisflokkinn ljóslega að höfuðandstæð-
ingi. Áhugi framsóknarmanna almennt á samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn undir forystu Geirs Hallgrímssonar var því ekki fyrir hendi og
sama gilti um sjálfstæðismenn, að í þeirra röðum var áberandi and-
staða og lítill áhugi á samstarfi við Framsóknarflokkinn. Hins vegar
voru til einstakir menn í báðum flokkum sem töldu aðstæður í stjórn-
armyndunarmálum þannig að útilokunarstefna um samstarf þessara
flokka ætti ekki rétt á sér. Eftir því sem á leið stjórnarmyndunarþófið
vildu ýmsir meðal framsóknarmanna láta kanna til hlítar möguleika á
samstarfi Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki
varð sú hugmynd að veruleika að því sinni, enda stirð sambúð milli
þessara flokka og kostur af þessu tagi síst nærtækari en hver annar.
Þegar liðnar voru um sjö vikur frá kosningum, komið að lokum
janúarmánaðar 1980, var orðið allmikið umtal um að forseti íslands,
sem þá var Kristján Eldjárn, myndi skipa utanþingsstjórn. Til þess
hafði forsetinn fullan stjórnskipulegan rétt. Ef svo stendur á að Alþingi
getur ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar, hvorki meiri-
hlutastjórnar né minnihlutastjórnar, þá leiðir af sjálfu að forsetinn
hefur rétt, ef ekki skyldu, til þess að skipa utanþingsstjórn. Forsetinn á
það undir sjálfum sér, hvort og hvenær hann beitir slíku valdi.
Hafi Kristján Eldjárn haft í huga að skipa utanþingsstjórn þá kom
aldrei til þess. Tilraunastarfsemin til myndunar þingsræðisstjórnar tók
nýja stefnu. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
tókst á hendur að freista þess að mynda meirihlutastjórn. Hann mun
hafa farið fram á umboð þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þessa verks,
en meirihluti þingflokksins hafnaði því. Gunnar lét það ekki hafa áhrif
á gerðir sínar. Hann hlaut stuðning þingflokks Framsóknarflokksins og
þingflokks Alþýðubandalagsins til þess að freista stjórnarmyndunar og
hafði auk þess beinan og óbeinan stuðning fjögurra þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins. Þannig tókst Gunnari Thoroddsen að mynda ríkis-
stjórn, sem studdist við starfhæfan meirihluta á Alþingi. Þessi ríkis-
stjórn tók við völdum 8. febrúar 1980.