Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 44

Andvari - 01.01.1987, Page 44
42 INGVAR GÍSLASON ANI3VARI Því var það að Ólafur sýndi ekki áhuga á að verða ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Það getur höfundur þessarar rit- gerðar vottað með eigin vætti eftir einkasamtal við Ólaf degi áður en flokkurinn valdi ráðherraefni sín. Hann sagði það berum orðum í þessu viðtali að hann hefði engan hug á ráðherraembætti í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens. Varð ekki annað af orðum Ólafs skilið en að það gilti um hvaða ráðherraembætti sem væri. Þá mun það síst hafa hvatt Ólaf til að sitja í ríkisstjórninni að hann tók ekki beinan þátt í stjórnar- myndunarviðræðunum umfram það sem þingmenn gera sem aðilar að þingflokknum. Hins vegar stóð Ólafi sérstaklega til boða að verða utanríkisráðherra og eftir að hafa ráðfært sig við ýmsa stuðningsmenn sína í Reykjavík, sem lögðu fast að honum að taka við embættinu, gaf hann þess kost. Kaus þingflokkurinn hann síðan formlega sem ráðherraefni og tók Ólafur við embætti utanríkisráðherra í stjórninni. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens Ferill ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens verður ekki rakinn hér í smáatriðum. Valdatími hennar, þegar allt er talið, var þrjú ár og vel þrír mánuðir, frá 8. febr. 1980 til 26. maí 1983. Ríkisstjórnin hefur fengið misjafna dóma. Ljóst er að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens heppnaðist ekki það ætlunarverk, sem svo miklu varðaði, að ná tökum á verðbólgunni. Frá því í janúar 1982 til loka stjórnarsamstarfsins var megn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um stjórn efnahagsmála. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins brugðu stuðningi við ríkis- stjórnina um sumarið, sem gætti mjög á þinginu 1982-1983, enda hafði ríkisstjórnin þá ekki lengur starfhæfan meirihluta í báðum þing- deildum. Þrátt fyrir það hafði ríkisstjórnin þau tök að fjárlagaafgreiðslan á fyrrihluta þingsins gekk eðlilega og þingstörf voru unnin áfallalaust. Þetta breyttist mjög eftir að þing kom saman eftir jólahlé og alþingis- kosningar voru ákveðnar 23. apríl 1983. Ræður af líkum að ríkis- stjórnin hafði ekki tök á löggjafarmálum eins og þá var komið fylgi hennar á Alþingi. „Sök“ ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens var sú að hún sat of lengi. Hún hefði að réttu átt að segja af sér haustið 1982, þegar ljóst var að þingmeirihluti hennar var brostinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.