Andvari - 01.01.1987, Page 45
andvari
ÓLAFUR JÓHANNESSON
43
Þótt ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens entist ekki gæfa til þess að ná
tökum á efnahagsmálum — sem reyndar hefur hent fleiri ríkisstjórnir
— þá felst ekki í því neinn allsherjardómur um þetta stjórnartímabil
eða ýmis verk sem unnin voru á þessum tíma á vegum ríkisstjórnarinn-
ar eða einstakra ráðherra. Allsherjarúttekt í þeim efnum verður að
sjálfsögðu ekki reynd hér, en nokkur tilraun gerð til þess að greina frá
því helsta sem varðar utanríkismál, starfssvið Ólafs Jóhannessonar.
Ákvœði um utanríkismál
I stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens er eftirfar-
andi kafli um „utanríkismál o.fl.“ eins og það er orðað:
Ríkisstjómin leggur áherslu á að framfylgja sjálfstæðri utanríkisstefnu. í
því sambandi verði þátttaka íslendinga í starfi Sameinuðu þjóðanna og
Norðurlandaráðs sérstaklega styrkt. Ríkisstjórnin mun beita sér íýrir samning-
um við Norðmenn til þess að tryggja fiskveiðiréttindi íslendinga á Jan Mayen
svæðinu og fullnægjandi vernd fiskstofnanna þar. Jafnframt verði hafsbotns-
réttindi íslendinga á svæðinu tryggð.
Öryggisnefndin hraði störfum sínum og geri reglulegar áfangaskýrslur um
störf sín.
Áætlanir um flugstöð á Keflavíkurflugvelli verði endurskoðaðar og ekki
ráðist í framkvæmdir við hana nema með samkomulagi allrar ríkisstjórnarinn-
ar.
Undirbúið verði öflugt átak til atvinnuvegauppbyggingar á Suðumesjum.
Athugað verði, hvort rétt sé að breyta því skipulagi, að utanríkisráðuneytið
hafi yfirstjórn allra málaflokka á Keflavíkurflugvelli.
Eins og ljóst má vera við lestur þessa kafla er „engin meiriháttar
nýmæli“ að finna í honum að því er varðar utanríkisstefnu íslendinga,
sv° höfð séu orð Ólafs Jóhannessonar sjálfs er hann tíðum notaði
Þegar hann var að gera grein fyrir meginstefnunni í utanríkismálum í
Slnni tíð sem utanríkisráðherra og framkvæmd hennar. Meginstefna
utanríkismála í raun var m.a. sú að viðhalda óbreyttu ástandi í her-
Verndar- og herstöðvamálinu, þ.e. að ísland væri aðili að Atlantshafs-
andalaginu og Bandaríkin hefðu herlið á Keflavíkurflugvelli. Þessi
j^ginstefna var ekki sérstaklega orðuð í stjórnarsáttmálanum, en talin
eiða af sjálfu sér, þótt ekki færi milli mála að Alþýðubandalagið hefði
a la fyrirvara á um þá stefnu og engum þyrfti þá né þurfi nú að koma á
ovart.