Andvari - 01.01.1987, Page 46
44
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Þau efnisatriði sem er að finna í kaflanum um utanríkismál bera að
sjálfsögðu merki þeirra ára sem um ræðir og ríkisstjórnin tók til. Pað er
m.a. eftirtektarvert, að nú er ekki að finna hin gömlu áhersluatriði um
landhelgismálið, enda alger umskipti orðin í þeim efnum, eins og fyrr
er rakið. Hið eina sem minnir á landhelgismál og fiskveiðiréttindi er
það ákvæði sem fjallar um fyrirhugaða samninga við Norðmenn um
fiskveiðiréttindi á Jan Mayen svæðinu og almennt orðalag um hafs-
botnsréttindi.
Verður varla annað sagt en að stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkis-
málum hefði á sér friðsemdarblæ (ef svo má til orða taka), enda
naumast dæmi þess að til neins alvarlegs ágreinings kæmi innan ríkis-
stjórnarinnar um framkvæmd utanríkismála. Mun hitt sannast að vel
hafi tekist til um framkvæmd stefnunnar í utanríkismálum, svo að
hvorki varð að fundið af hálfu stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar né
andstæðinga hennar. Ólafur Jóhannesson naut í starfi sínu fyllsta
trausts utan þings og innan.
Skipuleg vinnubrögð
Ólafur Jóhannesson vann mjög skipulega að framkvæmd utanríkis-
mála á grundvelli stjórnarsáttmálans. Var hverju efnisatriði til skila
haldið af mikilli alúð, enda var Ólafur ekki í vandræðum með að gera
hreint fyrir sínum dyrum, þegar upp var staðið. í síðustu skýrslu sinni
til Alþingis um utanríkismál (1983) er gerð eins konar úttekt á fram-
kvæmd ákvæða stjórnarsáttmálans um utanríkismálin og þar kemur
glöggt í ljós að hann hefur fjallað um hvert einasta framkvæmdaatriði
og gerir grein fyrir stöðu þeirra af lofsverðri nákvæmni. Verður ekki
annað sagt en að hann hafi komið fram þeim málum sem mestu skiptu,
s.s. samningi við Norðmenn um Jan Mayen svæðið og gætt þess að
halda uppi sjálfstæðri utanríkisstefnu og lagt áherslu á þátttöku ís-
lendinga í störfum Sameinuðu þjóðanna og á vettvangi Norðurlanda-
ráðs.
Tvö mál sem snerta Keflavíkurflugvöll og dvöl varnarliðsins hér á
landi voru til umfjöllunar í utanríkisráðuneytinu í tíð Ólafs Jóhannes-
sonar. Meðferð þeirra stjórnaði hann af þeirri reglufestu sem ein-
kenndi störf hans og því raunsæi sem hann tamdi sér í framkvæmd
stundlegra mála. Þessi mál eru smíði flugstöðvar og gerð nýrra elds-