Andvari - 01.01.1987, Page 47
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
45
neytisgeyma á Keflavíkurflugvelli og sérstakrar hafnar til aö losa olíu
og olíuvörur á vegum varnarliðsins.
Þessi mál, þ.e. flugstöðvarbyggingin og olíumálið, eru aðskilin og
fyrir þeim ólíkar forsendur. Flugstöðvarbyggingin var gamalt við-
fangsefni ríkisstjórna og hafði verið rædd í sambandi við stjórnar-
myndunina og ákvæði um hana að finna í stjórnarsáttmálanum, en svo
var ekki um olíugeyma- og olíuhafnarmálið.
Að því var gengið sem vísu að ágreiningur væri innan ríkisstjórnar-
innar og stuðningsliðs hennar um þessi mál, og hér var að ýmsu leyti
um að ræða vandasamasta þáttinn í starfi Ólafs Jóhannessonar sem
ráðherra. Hvað sem segja má um réttmæti þess að koma upp nýrri
flugstöð á Keflavíkurflugvelli sem fáir drógu í efa, eða nauðsyn þess að
gera nýja skipan á staðsetningu eldsneytisgeyma á Keflavíkurflugvelli
og gerð sérstakrar olíuhafnar á Suðurnesjum, þá blandast þessi mál
eigi að síður því almenna ágreiningsefni sem dvöl varnarliðsins er hér á
landi. Þau eru þar að auki fallin til að valda ágreiningi af enn öðrum
ástæðum, þ.e. spurningum um stærðir, fjármögnun og tímasetningar
og aðlögun að framkvæmdaáformum hins opinbera almennt.
Ólafur Jóhannesson vissi nákvæmlega að hverju hann gekk í þessu
efni og vann að þessum málum í samræmi við það. Hvað flugstöðvar-
^ygginguna snerti var haldið áfram í hans tíð að hanna hana og ákveða
fjármögnunar-og kostnaðarhlutföll í þeim anda sem fyrri ríkisstjórnir
höfðu gert og koma málinu á það stig að hefja mætti byggingafram-
kvaemdir, þegar ríkisstjórn (hver sem hún væri) samþykkti að ráðast í
þær. Ekki var við því að búast, að byggingaframkvæmdir hæfust í tíð
ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Þess gerði Ólafur sér fulla grein,
en vann annars að undirbúningi málsins skipulega og eðlilega. Það
reyndist því erfiðislaust fyrir arftaka Ólafs Jóhannessonar að „stinga
fyrstu skóflustunguna“ að flugstöðinni haustið 1983. Það gat hann gert
eins og að stinga lykli í skrá.
Eldsneytisgeymamálið og olíuhöfnin komu til kasta Ólafs Jóhann-
essonar, og meðferð þeirra mála í hans höndum einkenndist af miklum
hyggindum en fullri festu, og samstarf hans við stjórnmálaflokkana og
Alþingi reyndist farsælt eins og m.a. kom fram í samþykkt þingsálykt-
unar um lausn á vandamálum vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins
árið 1981.
Um störf Ólafs Jóhannessonar sem utanríkisráðherra 1980-1983
ma e.t.v. segja að þar gæti ekki nýmæla eða frumkvæðis. Hins vegar er