Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 48

Andvari - 01.01.1987, Síða 48
46 INGVAR GlSLASON ANDVARI ljóst að störf hans voru farsæl og í anda þeirrar meginstefnu sem íslensk utanríkismál einkennast af. Ætla má að Ólafur hafi litið á það sem hlutverk sitt að halda í horfi þann tíma sem hann var utanríkisráðherra. Hann minnir á traustan skipstjóra á siglingu yfir úthafið. Þar skiptir öllu að sigla réttan kúrs, en leika ekki aðrar skipstjórnarlistir að nauðsynjalausu. Andlát Ólafs Ólafur Jóhannesson var enn í framboði til Alþingis í kosningum þeim sem fram fóru 23. apríl 1983, skipaði sem fyrr efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hlaut kosningu. Kosningarnar reyndust Framsóknarflokknum erfiðari að þessu sinni en verið hafði þremur og hálfu ári fyrr, og minnkaði heildarfylgi flokksins verulega. Þó fór það svo að formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Her- mannssyni, var falið að mynda stjórn, og varð hann forsætisráðherra í ríkisstjórn sem studd var af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Við stjórnarmyndunartilraunir að loknum þessum kosningum var Ijóst að Ölafur Jóhannesson var ekki í fremstu víglínu lengur, og ekki var honum ætlað ráðherraembætti í hinni nýju stjórn, enda ekki til þess vitað að hann sæktist eftir því. Hitt grunaði þó fáa að Ólafur ætti skammt eftir ólifað. Hann lést 20. maí 1984, nokkrum dögum áður en fyrsta þingi kjörtímabilsins lauk. Hafði hann þá haft leyfi frá þing- störfum stuttan tíma vegna læknismeðferðar, en jafnvel þá vissu mjög fáir hvernig heilsu hans var háttað. Sjálfur hafði hann ekki haft mörg orð um heilsufar sitt og ekki bar hann heilsuleysið með sér svo að menn veittu því athygli. Þótti því mörgum sem maígróðurinn hefði brugðið lit, þegar Ólafur Jóhannesson féll svo skyndilega frá. Að honum var mikill sjónarsviptir. Kom ótvírætt í ljós að hann naut mikillar virðingar og hans var saknað. Ólafur Jóhannesson kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Dóru Guðbjartsdóttur, 21. júní 1941. Áttu þau ætíð heima í Reykjavík, lengst að Aragötu 13 í háskólahverfinu. Börn þeirra urðu þrjú: Kristrún, f. 6. mars 1942, gift Einari G. Péturssyni cand. mag., Guð- bjartur, f. 6. nóv. 1947, d. 2. febr. 1967 og Dóra, f. 22. mars 1951.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.