Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 65
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
63
þýða, án þess merking þess haggist, annars raskast samhengi verksins, og á sem eðli-
legast mál, svo að áheyrendur skilji án þess að þurfa að brjóta heilann um, hvað verið er
að segja.24
Fyrirvarinn í orðalagi Kristjáns er býsna dómþungur: „gengi kraftaverki
næst.“ Fannig er gefið í skyn að góð íslensk Shakespeare-þýðing sé enn ekki
til á miðri tuttugustu öld og er þá þýðing Sigurðar meðtalin. Ástæðan virðist
fyrst og fremst vera stuðlaklafi þýðenda. Þótt við þurfum ekki að vera
samdóma Kristjáni, leitar sú spurning óneitanlega sterkt á mann hvort Helga
Hálfdanarsyni hafi tekist að beita stuðlun án þess að þýðingar hans líði fyrir
það.
En hver eru helstu rökin með notkun ljóðstafa? Fyrst má nefna að hin
ljóðræna og upphafna málbeiting Shakespeares í stakhendunni er ótvírætt
borin uppi og réttlætt af klassískum bragarhætti. Segja má að einn af „gestus-
um“ slíkrar orðræðu segi viðtakanda sem svo að hún öðlist réttmæti sitt fyrir
tilstilli arfbundins forms, einskonar sáttmála um „virðuleg“ boðskipti. ís-
lendingar búa ekki yfir neinu klassísku leikljóði og því má kannski segja að
stuðlareglan úr kveðskaparhefð okkar sé nauðsynleg til að koma á viðlíka
sáttmála: íslenskur Shakespeare hljóti að vera stuðlaður. í ljóðstafasetning-
unni fælist þá einskonar áhrifa-jafngildi þótt það sé beinlínis formlegs eðlis.
— Síðan má kannski segja að ef stuðlun beri hin ,,klassísku“ skilaboð textans
geti hún óbeint spornað við tilhneigingum til að senda slík boð með því að
ofhlaða textann fornlegu orðalagi, eins og virðist til dæmis hafa gerst í
norskum Shakespeare-þýðingum Henriks Rytters.25
Nú finnst eflaust ýmsum kominn tími til að líta á dæmi um samfelldan texta
í þýðingum Matthíasar og Helga. Hér fylgir upphaf einræðu Kládíusar er
hann freistar þess að ákalla máttarvöldin:
O, my offence is rank, it smells to heaven;
It hath the primal eldest curse upon’t—
A brother’s murder. Pray can I not,
Though inclination be as sharp as will,
My stronger guilt defeats my strong intent,
And, like a man to double business bound,
I stand in pause where I shall first begin,
And both neglect.
(III.3.36-43)
Fúll er minn glæpur; fýlan nær til himins,
frumbölvan heimsins upphafs eltir hann;
eitt bróðurmorð! Og beðið get eg ekki.
Þótt jafnsterk löngun fylgi fúsum vilja,