Andvari - 01.01.1987, Page 68
66
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
því orðinu „rotten“ til að ríma saman orð innan línunnar. En útkoman er ögn
hláleg, eða svo þykir manni í dag: „í Danaveldi er ekki allt með feldi.“ (bls.
141). Helgi meðhöndlar þessa málsgrein hinsvegar sem hverja aðra þýðing-
areiningu og þýðir raunar hartnær orð-fyrir-orð: „Eitthvað er rotið innan
Danaveldis.“ (bls. 136). Þannig viðheldur hann jafnframt gagnkvæmum
tengslum þessarar orðræðu við verkið í heild, en þau felast ekki síst í því að
iðulega er vikið að eitri, sýkingu og frjósemi sem tengist óskapnaði. Það er
því erfitt að líta fram hjá orðinu ,,rotinn“ sem „fasta“ er halda verði til skila í
þýðingu.27
Þær ólíku ákvarðanir sem þýðendurnir tveir taka er þeir þýða þessa frægu
hendingu sýna glöggt að þýðandi hlýtur ævinlega að glíma við einskonar
stigveldi merkingar í frumtextanum. Hann verður að ákveða hver þau hlut-
verk textans séu sem líta beri á sem „fasta“ og sem því er brýnast að finna
jafngildi fyrir á nýju máli. Matthíasi finnst hvað mikilvægast að koma línunni
á framfæri sem auðkennilegri „Shakespeare-tilvitnun“, en Helgi ákveður að
láta slíka tilburði lönd og leið; hann leggur sig eftir sem orðréttastri merkingu
og lætur ekki sem þessi orð séu öðrum rismeiri.
Þannig eru þýðendur sífellt að taka ákvarðanir um merkingarvægi hinna
ýmsu hlutverka textans. Tékkneski strúktúralistinn Jiri Levý skrifaði eitt sinn
gagnlega ritgerð um það hvernig starf þýðandans er „ákvarðanaferli“, þar
sem hver ákvörðunin krækir í aðra eftir því hvernig merking æxlast í frum-
textanum.28 Ég kýs heldur að tala um ákvarðananet, til að forðast þá rang-
hugmynd að jafngildisleit þýðandans sé línulegt ferli. Ef vel á að vera myndar
sú leit net eða vef sem þekur allan textann, hefur hann allan undir þegar
einstakar ákvarðanir eru teknar um þýðingu.
Ef þýðing Helga Hálfdanarsonar er skoðuð í ljósi slíkrar ákvarðanatöku
sýnist mér að eitt helsta einkenni hennar sé þaulhugsuð en sveigjanleg og
býsna margbrotin textafylgni, þ.e. nánd við frumtexta, allt eins þótt hún þurfi
að stríða á móti íslenskum málvenjum. Eina hlið þessarar textafylgni má
kalla orðrétta þýðingu. Slíkt kann að þykja villandi, því hér á landi sem víðar
vaða uppi miklir fordómar gegn orðréttum þýðingum. Slíkir fordómar eru
iðulega byggðir á þeirri bábilju að hverju orði í frummálinu sam svari eitt-
hvert eitt orð í þýðingarmálinu og orðrétt þýðing sé þá allt að því vélræn
yfirfærsla frá einu orði til annars (auk þess sem orðrétt þýðing er oft misskilin
sem þýðing orða í „réttri röð“ innan málsgreinar). Reyndin er hins vegar sú
að oft á orðhagur þýðandi margra kosta völ þótt hann sé fastheldinn á
merkingu og kæri sig ekki um að emblína á að textinn fari vel á nýja málinu.
Það er sérstaklega spennandi að fylgjast með slíkri textafylgni Helga þegar
hann glímir við óvenjulegt orðalag eða myndmál í frumlínum Shakespeares,
til dæmis þegar sendiboði segir konungi um Laertes að „The ocean, over-
pearing of his list, / Eats not the flats with more impetuous haste“ (IV.5.99-