Andvari - 01.01.1987, Page 73
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
71
skjóta inn merkingarauka án þess að brengla þýðinguna og um leið varðveitir
hann mikilvægan þátt í myndmáli því sem einkennir verkið í heild.
Þegar Hamlet spyr, í einræðunni frægu sem hefst með „To be, or not to
be“, hví maður skyldi þola raunir lífsins „When he himself might his quietus
make / With a bare bodkin?“ (III. 1.75-76), þá sér Helgi í orðinu „quietus“
möguleika á að magna það myndmál sem fyrir er (og hér sem víðar held ég sé
óhætt að líta svo á að Helgi „bæti upp“ fyrir þá staði í þýðingunni þar sem
honum er óhægt um vik að koma til skila fullhlöðnum texta Shakespeares):
„ef sjálfur gæti’ hann ritað reikningslokin / árýtingsblað?“ (bls. 167). Viðbót
Helga felst í því að þýða „bare bodkin“ sem ,,rýtingsblað“ og nýta sér
tvíræðni orðsins ,,blað“ til að skapa nýja vídd í myndmálinu. „Reikningslok-
in“ er góð þýðing á ,,quietus“, bæði túlkar merkinguna „skuldaskil“ og vísar
með tengslunum milli ,,-lokin“ og „rýtingur“ ánáðarstunguna, skapadægrið
og þögnina sem finna má í enska orðinu. En auk þess er óskin um svefninn
langa hér greypt í nýja ritmáls-mynd sem verður til með orðunum ,,rita“,
„reiknings-“ og ,,-blað“. Petta myndmál er ekki aðeins mjög í anda Shake-
speares, heldur fyllilega í takt við þetta leikrit, því Hamlet er mjög með
hugann við orð og skriftir. Raunar eru ein fyrsta hugsun hans eftir fundinn
með vofunni sú að „boðorð“ föður hans skuli „letrað / á sérhvert blað í bók
míns heila ... “ (Helgi, bls. 140), „Within the book and volume of my brain“
(1.5.103).
Síðasta dæmið um þýðingu Helga á myndmáli Shakespeares sæki ég í
rómuð orð Hamlets um Laertes þar sem hann hefur stokkið í gröfina á eftir
hki systur sinnar Ófelíu:
What is he whose grief
Bears such an emphasis, whose phrase of sorrow
Conjures the wand’ring stars and makes them stand
Like wonder-wounded hearers?
(V.l. 247-250)
Hver kann að kveða
svo fast að sinni sorg? hver óf sinn harm
í orð sem særa stjörnur til að stöðvast
og óttaslegnar hlusta?
(bls. 223-224)
Hér sjáum við Shakespeare bregða fyrir sig stuðlun og sú tregablandna
fegurð sem hún stuðlar hér að ásamt öðrum hljóðlíkingum og samspili orða
(>,wand’ring“ — ,,wonder-wounded“) kann að virðast þess eðlis að vonlaust
se að flytja hana yfir á annað tungumál. Ef til vill finnst okkur ekki að íslenski
textinn jafnist á við þann enska í nákvæmlega þessum atriðum — jafnvel þótt