Andvari - 01.01.1987, Page 80
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON:
í leit að eigin spegilmynd
Hugleiðing um abstraktlist og bókmenntir
Gunnlaugur Scheving sagði eitt sinn að myndlistin væri í eðli sínu fjarskyld
skáldskap eða litteratúr1. Pað er að vissu leyti rétt eins og sýnt verður fram á
hér á eftir. Hins vegar má staðhæfa að framvindan innan þessara listgreina
hafi verið hliðstæð um og eftir 1950 þótt ekki yrði hún jafn eindregin í
skáldskapnum þegar fram í sótti. Þannig tóku bæði rithöfundar, einkum
ljóðskáld, og myndlistarmenn að kanna miðil sinn í ríkari mæli en áður hafði
þekkst hér á landi. List þeirra varð eins og meðvitaðri um sjálfa sig og þurfti
ekki lengur að styðjast við ytri fyrirmyndir eða réttlætingu. Markmiðið og hið
æðsta keppikefli var ekki lengur að setja fram rökstudd sannindi eða endur-
spegla ytri heim heldur að móta á lérefti eða pappír sjálfstæða, fullvalda list.
1
Hneigð til hins sértæka tengdi saman málverk og ljóðagerð um árabil, var
raunar ríkjandi í þessum listgreinum frá því um 1950 og fram yfir 1960. í
báðum tilvikum var um að ræða uppreisn gegn hefðbundinni fagurfræði;
skapa átti list sem ekki væri unnt að þýða á annað táknmál, list sem
væri sérstakur heimur. Ég held að orð Þorvalds Skúlasonar frá árinu 1943 lýsi
einnig hugsjón margra skálda:
Myndin á að hafa sitt gildi, sinn tilgang, aðeins í sjálfri sér, það er að segja í listrænni
framsetningu eingöngu .[...] Hún lýtur sínum eigin listrænu lögmálum. Um fyrirmynd
hennar í veruleika skiptir engu. Hún getur verið án hennar eða ekki.2
Hin nýju skáld — módernistarnir — áttu það sameiginlegt með abstrakt-
málurunum aðþrá nýtt skáldmál því að það gamla, hefðbundna, samrýmdist
ekki lífsskynjun þeirra og þörf. Viðfangsefni þeirra voru þó ólík og mislangt
gengið. Flest reyndu að gera hinni sýnilegu veröld nýstárleg skil og byltu
formum í því skyni; þau gerðu tilraunir með orð og málgerðir, framandgerðu
hið kunnuglega og leituðust með því við að kveikja nýja sjón. Önnur upp-