Andvari - 01.01.1987, Page 87
ANDVARI
í LEIT AÐ EIGIN SPEGILMYND
85
Pögnin rennur
eins og rauður sjór
yfir rödd mína.
Þögnin rennur
eins og ryðbrunnið myrkur
yfir reynd þína
Þögnin rennur
í þreföldum hring
kringum þögn sína.
Upphaflega mun Steinn hafa valið kvæðunum goð-og helgisöguleg heiti sem
ættuð voru frá T.S.Eliot. Frá því hvarf hann þó er fram í sótti, gerði kvæðin á
þann hátt „óháðari reynsluheimi lesanda síns“12. Enginn vafi leikur á því að
abstraktlistin hefur haft bein áhrif á Tímann og vatnið, aðferð skáldsins.
Steinn hafði eins og kunnugt er náið samband við Þorvald Skúlason, heillað-
ist af málverkum hans, skrifaði að auki talsvert um abstraktlist í blöð. í
ljóðabálknum er lítið um beinar vísanir í hinn daglega reynsluheim, mál-
notkunin er órökleg, efnislegir og hljómrænir þættir hafnir fram á kostnað
merkingar; skynhrif skipta og meira máli við lesturinn en röklegur skilningur.
Engu að síður er bálkurinn eitt hefðbundnasta bókmenntaverk íslenskrar
tungu. Hann er hlaðinn vísunum í menningararf og goðsagnir. Virðist hins
vegar vera abstrakt af því samband hans við annað er ekki augljóst heldur
óljóst og torrætt.
Bókmenntunum má líkja við hof þar sem mönnum er boðið að tileinka sér
helgisiði, innvígjast og verða hluti af mikilli og stórkostlegri fortíð. Nýskáldin
staðnæmdust við dyr þessa hofs andstætt hinum hefðbundnu, klassísku höf-
undum. Markmið sumra þeirra var nánast fortíðarlaus list af því þeim fannst
hefðin vera orðin að fjarstæðu í tímanum. Viðleitnin ein, þráin, fól í sér
ákveðna byltingu þótt skáldin öðluðust ekki frelsi: hefðin lifði áfram í verk-
um þeirra eins og augljós eða dulvituð minning.
4
Margir hafa bent á að abstraktlistin hafi verið rökrétt viðbragð við öng-
þveiti eftirstríðsáranna, þeirri formleysu sem einkenndi tímann. Það er án efa
rétt. Formþráin birtist hins vegar með ólíkum hætti því að abstraktið
hneigðist eins og kunnugt er til tveggja andstæðra skauta: hinsgeómetríska og
Ijóðrœna. Annars vegar strangur formvilji er byggðist á viðreisn rökhyggj-
unnar. Hins vegar öflug og lausbeisluð kenndatjáning af expressjónískum
toga. Þessi skipting kom einnig fram í skáldskapnum enda lýsir hún andstæðu