Andvari - 01.01.1987, Side 91
ANDVARI
ÍSLENSK ORÐMYNDUN
89
í meginatriðum má segja, að orðaforði vaxi við þrenns konar aðgerðir:
innlend lán, nýmyndanir orða og erlend lán.
f»ótt orðið lán sé notað hér, eins og oft er gert, þegar rætt er um orð, er það
að því leyti villandi, að hér er ekki verið að tala um eitthvað, sem er fyrst
fengið og síðan greitt eða afhent veitanda aftur.
1. Innlend lán
Innlend lán fela yfirleitt ekki í sér formbreytingar, heldur merkingar-
breytingar af einhverju tagi. Orðum, sem fyrir eru í málinu, eru fengin ný
embætti. Þessum lántökum má skipta í tvennt:
1. Þegar reynt er að þýða erlend sérfræðiheiti á íslensku eða finna nýjum
hugtökum nafn, má oft grípa til orða, sem notuð eru í almannamáli og gefa
þeim skilgreinda og sérhæfa merkingu. Sem dæmi má taka: hœð og lægð í
veðurfræði, kraftnr og orka í eðlisfræði, flötur og lína í stærðfræði.
2. Stundum er gripið til þess ráðs að vekja upp gleymd og hálfgleymd orð,
a.m.k. orð, sem eru ekki lengur í almennri notkun, og þá ekki nauðsynlega til
að mynda svonefnd íðorð. Frægasta dæmið er orðið sími, sem hafði legið
gleymt og grafið öldum saman, þegar það var vakið upp. í fornu máli hafði
það ínerkinguna ,þráður‘. Nú var það kvatt til að bera einnig merkinguna
,talþráður‘ eða þess háttar. Svipað er að segja um orðinþulur, vél, skjár o. fl.
Þessi endurnýjunaraðferð hefir vakið allmikla athygli, og víst er það
merkilegt, að unnt skuli vera að taka í notkun orð úr margra alda gömlu máli
og blása í það nýju lífi. En þess ber að gæta, að hér er miklu oftar eða fremur
um það að ræða að bæta nýrri merkingu við en skipta um merkingu í orði.
Mönnum vill gleymast, að ýmis gömul orð, sem óneitanlega eru kunn úr
fornritum, hafa lifað öldum saman í skáldskaparmáli og jafnvel alla tíð, og
furðumörg heiti lifa einnig í samsetningum, sem allir þekkja, bæði gömlum og
nýjum (sjá Halldór Halldórsson 1975). Sem dæmi um skáldskaparorð eða
heiti í samsetningum má nefna:
a) í forliðum: láréttur, marardjúp, niðaþoka, sefasýki
b) í viðliðum: auðjöfur, áflogaseggur, ástmögur, milljónamœringur
En ekki eru allir jafnhrifnir af yngingaraðferðinni eða hinni innlendu
lántöku. Sumir leggja áherslu á, að það geti spillt fyrir að taka gömul orð og
bæta á þau nýrri merkingu. Gömlu orðin og görnlu merkingarnar séu ekki
dauðar úr öllum æðum, og merkingarviðbætur verði til að rugla menn og
torvelda þeim skilning á ritum fyrri tíma.