Andvari - 01.01.1987, Page 94
92
BALDUR JÓNSSON
ANDVARI
köllun. Stundum lifa tvímyndir hlið við hlið, svo að stílsmunur er á ('skemmt-
un - skemmtan) og jafnvel merkingarmunur (skipun -skipan). Loks eru enn
til orð, sem hafa eingöngu viðskeytið -an (angan, ilman).
Veikar sagnir
ö-sagnir: kalla — kallaði — kallað
leita — leitaði — leitað
herja — herjaði — herjað
ja-sagnir: telja taldi — talið
kveðja — kvaddi — kvatt
flytja — flutti — flutt
selja — seldi — selt
ia-sagnir: færa — færði fært
kenna — kenndi — kennt
kippa — kippti — kippt
eyða — eyddi — eytt
senda — sendi — sent
sækja — sótti — sótt
é-sagnir: duga — dugði dugað
horfa — horfði — horft
kaupa — keypti — keypt
Allir, sem glíma við íslenska orðmyndun, og allir, sem fást við að þýða úr
ensku á íslensku, reka sig fljótt á, hve torvelt er að þýða frá orði til orðs, og
það er í sjálfu sér enginn löstur á voru máli. En stundum er eins og íslenskan
sé svo einkennilega götótt. Ein ástæðan er sú, að í ensku er mikið um
sagnarnafnorð (nomina actionis), sem eiga sér engar samsvaranir í íslensku.
Þá finnst þýðanda eins og hann þurfi að nota heila setningu til að segja það,
sem unnt var að segja í einu orði á ensku. Oft má þá sjá, hvernig viðvaningar
falla í þá freistni að búa sér til íslenskt sagnarnafnorð með viðskeytinu -un,
-ing eða -ning. Þó að nafnorðin séu í sjálfu sér rétt mynduð, getur stundum
hlotist af svo óeðlilegt orðalag eða álappalegur stíll, að maður myndi þakka
fyrir, að ekki væri unnt að mynda slík orð á íslensku. Á hinn bóginn getur
komið sér býsna illa að hafa þau ekki og geta ekki einu sinni myndað þau.
Einu sinni lá mér á að nota athafnarheiti af sögninní vega í merkingunni
,mæla þyngd’, en það virðist ekki vera til, og ég sé engin ráð til að mynda það á
sannfærandi hátt. Eina leiðin virðist vera sú að leita til samræðu sagnarinnar
vigta, sem er tökuorð úr dönsku, og mynda af henni nafnorðið vigtun. Það