Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 95
ANDVARI
ÍSLENSK ORÐMYNDUN
93
virðist sem sé vera auðvelt að mynda “nomina actionis“ af veikum sögnum,
þó að þau fari ekki alltaf vel, en mjög erfitt og stundum vonlaust að mynda
slík orð af sterkum sögnum, ef þau eru ekki til fyrir, eins og bið af bíða,
strok afstrjúka, sund af svima, burður af bera o.s.frv. Við höfum reyndar
orðið vog, en það hefir ekki merkingu athafnarinnar ,að vega’. Eins og sakir
standa er mér því ekki ljóst, hvaða myndunaraðferð væri í bestu samræmi við
meginreglur og eðli málsins, eða hvort eina heilbrigða niðurstaðan sé sú, að
þessi orð skuli ekki vera til.
2.1.2 Gerandnöfn
Gerandnöfn eru heiti geranda þeirrar athafnar, sem í sögninni felst, og eru
langoftast karlkyns. Helstu viðskeyti eru þá (ásamt beygingarendingu nf.
et.):
1. -ari:
a. af ö-sögnum (oftast): bakari, ritari, togari,freistari Jrelsari, kallari, rakari, valtari,
málari, prentari, gatari, gortari, hreinsari, úðari, safnari, þurrkari
b. af ja-sögnum (sjaldan): teljari, vekjari
c. af ia-sögnum (alloft); frœðari, græðari, heyrari, kennari, hringjari, dreifari,
kyndari, (dá)leiðari, yddari, kveikjari, slökkvari, tætari, (línu)veiðari
d. af é-sögnum: glápari. Þetta eina tiltæka dæmi er ekki í helstu orðabókum, heldur
fengið frá Halldóri Halldórssyni (1969:79).
e. af sterkum sögnum: (mynd)höggvari, blásari, grafari, hlaupari, leikari, vefari.
Orðið leikari er ef til vill elst þeirra orða sem enda á -ari og gæti verið fyrirmyndin.
Sjá Halldór Halldórsson 1969:71-72 og 77.
f. nafnleidd: dómari, lygari, svikari, syndari, söngvari, kvalari, lausnari.
Mörg orð, þ. á m. tökuorð, enda á -ari án þess að vera gerandnöfn, t.d. borgari,
þorpari, kjallari, meistari.
2. -andi:
a. af ó-sögnum: stofnandi, notandi
b. af ja-sögnum: viðsemjandi, seljandi
c. af ia-sögnum: gagnrýnandi, leiðbeinandi, framleiðandi, áheyrandi, viðmælandi,
neytandi
d. af é-sögnum: kaupandi, áhorfandi, þolandi
e. af sterkum og núþálegum sögnum: frambjóðandi, kjósandi, (útjgefandi, lesandi,
leikandi, (atvinnu)rekandi, uppalandi, eigandi
3. -ir:
a. af ö-sögnum (sjaldgæft): læknir, vísir
b. af ia-sögnum (algengast): (hljóð)deyfir, kœlir, (tundur)spillir, (á)bœtir, geymir,
Geysir, deilir, greinir, herðir, frystir, sendir, mœlir, seyðir, Bjúgnakrœkir, Falda-
feykir, Gluggagægir, Hurðaskellir, Kertasníkir, Pottasleikir
Orðið tæknir hefir enga sögn á bak við sig og er hæpið nýyrði.