Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 96
94
BALDUR JÓNSSON
ANDVARl
Fyrir kemur, að gerandnöfn eru mynduð með viðskeytunum -uð- eða
-»/-, en ekki er mikið um það. Sem dæmi má nefna: biðill, ekill, hreyfill',
frömuður, hugsuður, hönnuður, könnuður; frumkvöðull, jarðvöðull.
Benda má á, að viðskeytið -//- er allt eins notað til að mynda þolandnöfn,
t.d.sendill (’sá, sem er sendur’), vindill (’sá sem er undinn’), eða tækisheiti,
t.d. grefill (’sá, sem grafið er með’), sem smækkunarviðskeyti, t.d. í bleðill
(’lítið blað’), o.fl.
Æðimörg gerandnöfn, forn og ný, hafa verið leidd af sagnorðum án nokk-
urs viðskeytis. Pá bætist beygingarending beint við sagnrótina. Slík orð hafa
ýmist veika eða sterka beygingu. Þessi orð eru langoftast bundin sem viðliður
í samsetningu:
A. veikrar beygingar
a. af sterkum sögnum:
(ein)búi, (boð)beri, (sendi)boði, (geim)fari, (gest)gjafi, (lið)hlaupi, (land)nemi, (er-
ind)reki, (heit)rofi, (far)þegi, (hár)skeri.
b. af veikum sögnum:
(lið)þjálfi, (eldinga)vari, (farand)sali, (ein)yrki.
Með hliðsjón af þessari upptalningu mætti spyrja: Hvað heitir sá, sem
liggur? Hvernig er gerandnafn af sögninni liggjal Mér er ekki kunnugt um, að
slíkt orð hafi verið notað. En sú sögn, sem kemst næst að beygingu, erþiggja,
og af henni er myndað -þegi í mörgum samsetningum (farþegi, launþegi,
styrkþegi o.fl.). Sams konar beygingu hefir sitja, þar af -seti \háseti,forseti,
dróttseti, landseti o.s.frv. Ailiggja ætti því að mega mynda -legi á sama hátt, ef
þörf krefði. Til greina kemur að nota lýsingarhátt nútíðar af þessum sögnum
sem gerandnafn, liggjandi, þiggjandi og sitjandi, og raunar eru a.m.k. sitj-
andi og þiggjandi notuð þannig. Því má svo bæta við að á síðustu áratug-
um er farið að nota orðið sitjari um fólk sem gegnir sérstöku hlutverki á
miðilsfundum.
B. sterkrar beygingar
af sterkum og blönduðum sögnum:
(nagl)bítur, (stein)brjótur, (skýja)kljúfur, (dá)valdur
Þau gerandnöfn, sem nú síðast hafa verið talin (undir A og B), standa nær
samsetningum en afleiddum orðum að því leyti, að þau eru langoftast bundin
við að vera síðari liður samsetts orðs. En gerandnöfn geta líka verið hreinar
samsetningar, myndaðar með viðliðnum -maður, t.d.: flugmaður, göngu-
maður, komumaður, ökumaður, tamningamaður.
Sem fyrr sagði eru gerandnöfn yfirleitt karlkyns, en kvenkennd gerand-
nöfn eru þó til, svo sem (al)œta og (blóð)suga.