Andvari - 01.01.1987, Page 97
ANDVARl
ÍSLENSK ORÐMYNDUN
95
2.2. Samsett orð
Hér verð ég að binda mig við nafnorð eingöngu og get ekki farið neitt út í
vensl forliðar og viðliðar, hvorki með hliðsjón af orðflokkum né merkingu.
Að formi til eru samsetningar aðallega þrenns konar:
1) stofnsamsetningar (ráðhús)
2) eignarfallssamsetningar (ráðsmaður)
3) tengistafssamsetningar (ráðunautur)
í tengistafssamsetningum er eitthvert sérhljóð á milli liða, svonefndur
tengistafur, sem í vitund manna er hvorki hluti af stofni né fallending (öku-
maður, linditré, fellibylur, skipulag).
Samkvæmt þessu fylla þennan flokk allmörg orð af sama tagi ogfellibylur,
t.á.fleygiferð, kennimaður, keppikefli, hleypidómur, hverfisteinn, lærifaðir,
skellihlátur, sendiboði. Þessi orð eiga það sameiginlegt, að forliður þeirra er
ia-sögn {fella, fleygja, keppa o.s.frv.), þar sem i varðveitist sem leifar af
forsögulegu stofnviðskeyti. Frá því sjónarmiði séð eru þetta því fastar sam-
setningar eða stofnsamsetningar. Þetta/ virðist nú vera orðið frjó myndunar-
eining og komið út fyrir sín sögulegu mörk. Það má t.d. sjá í orðinu hreinsi-
búnaður. í stofni sagnarinnar///-emva er ekkert/, endaer hún ö-sögn. Þetta er
því hæpin orðmyndun.
Læt ég svo útrætt um tengistafssamsetningar og beini athyglinni að hinum
aðferðunum.
Mér þykir líklegt, að meiri hluti samsettra nafnorða sé annaðhvort stofn-
samsetningar með fallorð í forlið eða eignarfallssamsetningar.
Ekki verður annað séð en báðar samsetningaraðferðirnar séu góðar og
gildar og svo hafi verið frá fornu fari. í íslensku fornmáli eru til mörg samsett
orð, sem hafa orðið land í forlið, og er það þá ýmist stofninn land- ellegar ef.
et. lands- eða ft. landa-. Stundum er merkingarmunur á stofnsamsetningu og
samsvarandi eignarfallssamsetningu eins og t.d. á orðunum/é-/7/>ð/> ogfjár-
hirðir, sem merkja sitt hvað. Stundum er hann enginn, sbr. landauðn og
landsauðn.
Mér er ekki fyllilega ljóst, og ég veit ekki til, að fullkannað sé, hvaða regla
gildir eða hvort unnt er að gefa nokkra reglu um þessi atriði. Svo virðist sem
tvíkvæðir stofnar hafi tilhneigingu til að mynda eignarfallssamsetningu, en
einhlítt er það ekki, sbr. t.d. orðin aftanblik og morgunblær. Á hinn bóginn
má benda á kvenkynsorð, sem enda á -ing eða -un. Þau verða að vera í
eignarfalli í forliðum (drottningarmaður, verslunarmaður).
Athugum einnig hvorugkennda ia-stofna, t.d. kvæði og sæti. Eðlilegar eru