Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 102

Andvari - 01.01.1987, Side 102
100 BALDUR JÓNSSON ANDVARI beygja sig undir sama lögmál. En um leið eru gerðar til þess ýmsar aðrar kröfur, eða hindranir verða á vegi þess. í hverjum kynflokki eru margir beygingarflokkar, einkum karlkyns- og kvenkynsorða. Hver flokkur hefir sín einkenni, sínar flokksreglur, tilteknar fallendingar, stofntilbrigði af ýmsu tagi og eftir vissum reglum og jafnvel tilteknar hljóðfarsreglur eða hljóðskipunarreglur. Sum aðkomuorð gegna svo vel öllum þessum kröfum, að þau renna um- svifalaust í flokk, sem þeim hæfir. Önnur getur þurft að tálga svolítið til. Sum taka því vel. Önnur setjast upp í einhverjum flokki, þótt þau brjóti reglur hans meira eða minna. Og enn önnur eru svo stolt eða stirð, að þau mynda nýjan flokk eða standa utan flokka og hafna allri beygingu, þótt þau eigi að heita kynbundin. Svo er t.d. um jafnalgeng orð og mánaðarheitin (janúar, febrúar, mars o.s.frv.). En þó að ýmsum orðum haldist þetta uppi, hlýtur að vera keppikefli að fella öll aðskotaorð sem allra best að því kerfi, sem fyrir er. Fyllstu kröfur eru eitthvað á þessa leið: a) Aðlagað tökuorð hafi ekki í sér nein hljóð, sem eru ekki til í íslensku hljóðkerfi sem sjálfstæðar einingar. Hljóðið [y] er horfið úr íslensku nema sem stöðubundið afbrigði (hugi). Orðið *typa getur þá ekki verið íslenskt. Hins vegar er típa að formi til óaðfinnanlegt (beygist eins og gnípa), og þannig heyrist það líka af vörum óskólagengins fólks. b) í öðru lagi verður að gera þá kröfu, að orð fylgi almennum íslenskum hljóðskipunarreglum. Þær leyfa t.d. ekki nk í upphafi orða nésj í enda orðs. Þess vegna væri *relisj ótækt orð. c) Orðið skal falla inn í einhvern beygingarflokk og hlíta reglum hans um beygingarendingar, beygingartilbrigði í stofni, ef því er að skipta, og hljóð- skipunar- eða samskipunarreglum flokksins, ef þær eru þrengri en hinar almennu reglur. Til að skýra þetta betur skal ég nefna eitt dæmi. Til er í ensku tölvutæknimáli orðið byte, og sagt er, að tölvuminnið sé svo og svo mörg “bæt“ eða “kíló-bæt“ eða“mega-bæt“. Ég hefi lagst gegn því, að bæt verði tekið þannig inn í flokk þeirra hvorugkynsorða, sem málfræðingar kalla hreina a-stofna, því að mér hefir ekki fundist það falla að hljóðfarsregl- um flokksins. Er nokkurn tímann æ + samhljóð í stofni slíkra orða nú? Ég held ekki. í hreinum a-stofnum voru ekki skilyrði til i-hljóðvarps. Það er eitt af einkenn- um þeirra. Af því leiðir m.a., að æ, sem varð til við i-hljóðvarp úr á eða ó, er ekki til í þessum orðum. Hins vegar er i-hljóðvarp einkenni á hvorugkennd- um ia-stofnum (kvæði,sœti o.s.frv.). Meðal hreinna a-stofna má nefna hvor- ugkynsorðin át, lát og stóð, en hljóðverptar myndir finnum við ekki þar, heldur meðal ia-stofna: æti, læti, stæði. Af þessum ástæðum hefir mér fundist eðlilegra að gera enska orðið byte að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.