Andvari - 01.01.1987, Side 102
100
BALDUR JÓNSSON
ANDVARI
beygja sig undir sama lögmál. En um leið eru gerðar til þess ýmsar aðrar
kröfur, eða hindranir verða á vegi þess.
í hverjum kynflokki eru margir beygingarflokkar, einkum karlkyns- og
kvenkynsorða. Hver flokkur hefir sín einkenni, sínar flokksreglur, tilteknar
fallendingar, stofntilbrigði af ýmsu tagi og eftir vissum reglum og jafnvel
tilteknar hljóðfarsreglur eða hljóðskipunarreglur.
Sum aðkomuorð gegna svo vel öllum þessum kröfum, að þau renna um-
svifalaust í flokk, sem þeim hæfir. Önnur getur þurft að tálga svolítið til. Sum
taka því vel. Önnur setjast upp í einhverjum flokki, þótt þau brjóti reglur
hans meira eða minna. Og enn önnur eru svo stolt eða stirð, að þau mynda
nýjan flokk eða standa utan flokka og hafna allri beygingu, þótt þau eigi að
heita kynbundin. Svo er t.d. um jafnalgeng orð og mánaðarheitin (janúar,
febrúar, mars o.s.frv.).
En þó að ýmsum orðum haldist þetta uppi, hlýtur að vera keppikefli að
fella öll aðskotaorð sem allra best að því kerfi, sem fyrir er. Fyllstu kröfur eru
eitthvað á þessa leið:
a) Aðlagað tökuorð hafi ekki í sér nein hljóð, sem eru ekki til í íslensku
hljóðkerfi sem sjálfstæðar einingar. Hljóðið [y] er horfið úr íslensku nema
sem stöðubundið afbrigði (hugi). Orðið *typa getur þá ekki verið íslenskt.
Hins vegar er típa að formi til óaðfinnanlegt (beygist eins og gnípa), og
þannig heyrist það líka af vörum óskólagengins fólks.
b) í öðru lagi verður að gera þá kröfu, að orð fylgi almennum íslenskum
hljóðskipunarreglum. Þær leyfa t.d. ekki nk í upphafi orða nésj í enda orðs.
Þess vegna væri *relisj ótækt orð.
c) Orðið skal falla inn í einhvern beygingarflokk og hlíta reglum hans um
beygingarendingar, beygingartilbrigði í stofni, ef því er að skipta, og hljóð-
skipunar- eða samskipunarreglum flokksins, ef þær eru þrengri en hinar
almennu reglur. Til að skýra þetta betur skal ég nefna eitt dæmi.
Til er í ensku tölvutæknimáli orðið byte, og sagt er, að tölvuminnið sé svo
og svo mörg “bæt“ eða “kíló-bæt“ eða“mega-bæt“. Ég hefi lagst gegn því, að
bæt verði tekið þannig inn í flokk þeirra hvorugkynsorða, sem málfræðingar
kalla hreina a-stofna, því að mér hefir ekki fundist það falla að hljóðfarsregl-
um flokksins.
Er nokkurn tímann æ + samhljóð í stofni slíkra orða nú? Ég held ekki. í
hreinum a-stofnum voru ekki skilyrði til i-hljóðvarps. Það er eitt af einkenn-
um þeirra. Af því leiðir m.a., að æ, sem varð til við i-hljóðvarp úr á eða ó, er
ekki til í þessum orðum. Hins vegar er i-hljóðvarp einkenni á hvorugkennd-
um ia-stofnum (kvæði,sœti o.s.frv.). Meðal hreinna a-stofna má nefna hvor-
ugkynsorðin át, lát og stóð, en hljóðverptar myndir finnum við ekki þar,
heldur meðal ia-stofna: æti, læti, stæði.
Af þessum ástæðum hefir mér fundist eðlilegra að gera enska orðið byte að