Andvari - 01.01.1987, Síða 105
GUNNAR KRISTJÁNSSON:
Guðsmenn og grámosi
Um presta í íslenskum bókmenntum
1. Inngangur
Nýjasta bók Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir, vakti verðskuldaða
athygli þegar hún kom út fyrir síðustu jól (1986). Hinn auðugi stíll verksins
hrífur. Söguþráðurinn heldur lesandanum við efnið allt til söguloka. Samt
mætti segja að höfundur njóti sín oft best í persónu- og náttúrulýsingum.
Lesandinn er leiddur inn í tilvist hinnar ógæfusömu stúlku Sólveigar Sús-
önnu Jónsdóttur sem deyddi nýfætt barn sitt og unga mannsins Sæmundar
Friðgeirs B jörnssonar frá Kaldbak sem er hálfbróðir hennar og ástmaður; inn
í sveiflukenndan hugarheim Ásmundar sýslumanns og á fund sóknarprestsins
séra Stefáns, sem er í senn vitni í réttarhöldum og sálusorgari hinna ákærðu —
auk þess að hafa verið húsbóndi þeirra.
Fað er sóknarpresturinn í skáldsögunni, sem hér verður tekinn til umfjöll-
unar. í>ar er um að ræða prestsímynd, sem hefur ekki verið algeng í íslenskum
skáldsögum til þessa.
Meginviðfangsefnið hér er að skilgreina þessa ímynd nánar. Til þess að
sýna fram á þá breytingu sem orðið hefur í bókmenntunum að þessu leyti
verður vikið að ýmsum kunnum skáldsögum frá þessari öld og þeirri nítj-
ándu.
Margir prestar í skáldsögum, ljóðum og leikritum hafa orðið góðir kunn-
ingjar þjóðarinnar. Má þar nefna séra Sigvalda í Manni og konu Jóns Thor-
oddsens, séra Eyjólf iSvartfugli Gunnars Gunnarssonar og séra Jón Prímus í
kristnihaldi undir Jökli Halldórs Laxness auk margra annarra.
Nú er það deginum ljósara, að mynd prestsins í íslenskum bókmenntum
nndanfarna öld eða svo er allt annað en einhliða. Þar bregður mörgum fyrir á
heilli öld. Peir eru allir í einum eða öðrum skilningi búnir að hætti síns tíma.
En þeir fá misjafna umfjöllun í meðferð skálda og rithöfunda eins og við er að
búast. Þarna er valdsmaðurinn, hræsnarinn, svikarinn, þjóðmálaskörungur-
>nn, búhöldurinn, bjargvættur sveitarinnar, umkomuleysinginn og þarna er
líka sálusorgarinn og mannvinurinn. Orð dr. Jakobs Jónssonar, sóknarprests
°g rithöfundar, hafa fólginn í sér sannleikskjarna þótt þau setji ákveðið