Andvari - 01.01.1987, Síða 107
ANDVARI
GUÐSMENN OG GRÁMOSI
105
hann hafi verið „vel auðugur af jörðum og lausafé og öllu, sem til bús heyrir,
nema bókum; af þeim var hann ekki ríkari en millum húsgangs og bjargálna.“
Ekki þótti hann merkilegur ræðumaður þótt enginn teldi sig þurfa að frýja
honum vits, úr augum hans kvað „nokkurs konar lymskusvipur“ hafa skinið.3
Þegar líður á nítjándu öldina og nær dregur aldamótum er rómantíska
stefnan að syngja sitt síðasta hér á landi og í nágrannalöndunum og skáldin
fara að skrifa í anda raunsæisstefnunnar. Meðal þeirra sem ruddu braut
hennar á Norðurlöndum voru Henrik Ibsen í Noregi og Georg Brandes í
Danmörku. Báðir höfðu veruleg áhrif á íslenskar bókmenntir. Meðal þeirra
verka Ibsens, sem orkuðu á menn hér á landi var Brandur, leikrit í bundnu
máli sem fjallar um samnefndan prest. Ibsen samdi Brand árið 1866 og hafði
verkið þegar í stað mikil áhrif á skáld og rithöfunda á Norðurlöndum. Þar á
meðal var séra Matthías Jochumsson4, sem þýddi Brand á íslensku árið 1886,
þegar hann var prestur í Odda. Pýðingin var fyrst prentuð 1898 í tímaritinu
Islandi. Séra Matthías segir, að Ibsen hafi notið mikils dálætis Brandesar-
vina5.
Brandur var prestur í Noregi og er fulltrúi hins „sanna manns“. Hann er
gagnrýninn á alla yfirborðsmennsku hvort sem er innan kirkju eða utan.
Hann lýsir sér best sjálfur6:
Nei, kalla mig ei krafta-prest
né kirkju neinnar ræðu-hest;
hvort ég er kristinn, veit ég varla,
en maður heill með hold og blóð
ég heiti’ og er og sé þann galla
sem margdrap vora veslu þjóð...
Og enn fremur:
Ef líf þitt heilt þú hefur ei veitt
þá hefurðu ekki gefið neitt. (bls. 57)
Litlu síðar tekur ,,maðurinn“ sér þessi orð í munn nánast óbreytt:
Ef líf þitt heilt þú hefur ei veitt/ þú hefur ekki gefið neitt.! (bls. 61)
Brandur hefur litla trú á kærleikanum eins og menn iðka hann:
Ei finnst í máli lýðs og lands
eins logið orð sem kærleikans;
menn sveipa því með Satans hrekk
sem silkihjúp um viljans flekk;
menn hafa það um dufl og dorg;
menn dylja með því lífsins sorg.
Sé brautin krókótt, kröpp og hörð -
í kærleik skal hún styttri gjörð... (bls. 92)