Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 114

Andvari - 01.01.1987, Síða 114
112 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI 5. Ólafur Jóhann Sigurðsson: Gegn glamranda Smásagan „Bréf séra Böðvars“ eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson kom út 1965 í bókinni Leynt og Ijóst. Séra Böðvar S. Gunnlaugsson pastor emeritus er kominn á elliár. Smásagan segir frá síðasta degi í lífi hans sem hefst með því að hann heldur áfram að rita dóttur sinni erlendis bréf og lýkur með því að hann verður bráðkvaddur við sömu iðju. En dagurinn snýst um bæjarferð þeirra hjóna og spennusama sambúð þeirra. Tilfinningum séra Böðvars er lýst af miklu innsæi. Kemurþar ýmislegt fram um viðhorf hans til prestsskap- arins beint eða óbeint. Best verður viðhorfum hans að því leyti lýst með þessum hugsunum um séra Steindór, sem hann hefur litlar mætur á: „Hinn þjóðkunni kennimaður! Ójá, hann hafði fráupphafiglamrað í prédik- unarstólnum eins og hann væri ráðgjafi heilagrar þrenningar, eins og hann hefði fyrir framan sig nákvæmt kort af vegum Drottins, eins og almáttugur Guð væri lipur kaupmaður, reiðubúinn að semja við hvaða dóna sem vera skyldi um hagkvæm viðskipti. Hann hafði gætt þess að fylla stólræður sínar einhverjum bjartsýnisþembingi ásamt pempíulegri tilfinningavellu eða óskiljanlegu orðaprjáli, sem átti víst að heita skáldlegt eða háfleygt. Hann hafði beitt röddinni eins og leikari, þanið sig og breitt úr sér þegar svo bar undir, brosað andspænis söfnuðinum þegar við átti, klökknað og orðið stirð- mæltur þegar þess var vænzt. Hann hafði kunnað að auglýsa sig og láta á sér bera, kunnað að gefa yfirvöldunum undir fótinn, hvort sem þau stóðu hægra megin við hann eða vinstra megin... “ (bls. 112). Séra Böðvari var það m jög á móti skapi þegar vinkonur konu hans „horfðu á hann eins og virðulegan forngrip, kölluðu hann prestinn í öðru hverju orði, settu meira að segja upp einskonar kirkjusvip, sem honum bauð við“ (bls. 119). Gagnrýnin beinist hér að ákveðnu atferli prestsins, svo og að þeim sem skapa og viðhalda ákveðinni ímynd hans. Honum er ekki legið á hálsi fyrir trúarheimspekilega fáfræði — ekki örlar á presti skynsemisstefnunnar. í»ær ávirðingar sem raunsæisskáldunum lágu á hjarta eru ekki í brennidepli (að vísu ekki fjarri). Hann er einkum tekinn á beinið fyrir það að vera yfirborðs- legur, stimamjúkur við þá sem með völdin fara. Það eykur trúverðugleika þessa viðhorfs séra Böðvars, að hann er að lesa sér til uppörvunar „Dagbók sveitaprestsins eftir Bernanos", sem vinur hans séra Indriði hafði gefið honum. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að hann er að lesa einmitt þessa áhrifamiklu skáldsögu rithöfundarins Georges Bernanos (1888-1948). Dag- bók sveitaprestsins (Journal d’un curé de campagne) kom út 1936 og vakti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.