Andvari - 01.01.1987, Page 123
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Lífernislist
og lítið eitt fleira
Nokkrar hugleiðingar vegna útkomu
Einlyndis og marglyndis*
I.
Fyrir allmörgum mánuðum fór ritstjóri Andvara þess á leit við mig að ég
skrifaði eitthvað í rit hans í tilefni af útkomu Einlyndis og marglyndis Sigurð-
ar Nordals. Sú bók var þá fyrir skömmu komin á prent. Þegar þessi beiðni
kom hafði ég einmitt nýlokið við að lesa bókina og var fullur af þeoríum og
skoðunum um þetta sérstæða rit. Taldi ég ekkert því til fyrirstöðu að setja
eitthvað saman, en áskildi mér þó góðan tíma, svo að ekki yrðu of mörg
hefilför á smíðinni. Hófst ég nú handa. Einlyndi og marglyndi las ég aftur
vandlega og tók að lesa eða öllu heldur endurlesa það sem ég hafði handbært
af skrifum Sigurðar Nordals: Lífog dauða og nokkrar smágreinar sem þeirri
utgáfu fylgja, Snorra Sturluson, íslenska menningu, Hrafnkötlu og svo það
sem ritað er í nýju bækurnar þrjár, Mannlýsingar I-III. En þar fer mest fyrir
umfjöllun Nordals um skáldin Stephan G. Stephansson, Grím Thomsen,
Forstein Erlingsson, Einar Benediktsson og Hallgrím Pétursson (auk Snorra
Sturlusonar). Allt þetta færði mig nær Sigurði Nordal eins og að líkum lætur.
Eg tók að skynja betur hið merkilega og stórbrotna innra líf hans og auðvitað
hlaut ég að hrífast af hinni djúpu og voldugu hugsun hans, þeim búningi sem
hún var klædd í og þá ekki síst af hinum víðfeðma og þaulræktaða húmanisma
sem geislaði frá þessum einstaka manni. En samhliða dvínaði löngun mín til
uð skrifa um Einlyndi og marglyndi. Kenningarnar tóku að hrapa af stalli
smum og skoðanirnar urðu líkt og gisin hrip. Þannig leið tíminn og að lokum
var frestur sá útrunninn, sem mér var gefinn. Ritstjórinn vitjaði handrits sem
ekki var til og ég sá mér þann vænstan að biðjast lausnar frá loforði. En það
^Sigurðm- Nordíd: Einlyndi og marglyndi. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar í Reykjavík 1918-1919.
]Qslemn ^y'fason og Gunnar Harðarson sáu um útgáfuna. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík
• XL + 350 bls. Inngangur eftir Porstein Gylfason bls. IX - XXXVII.