Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 128

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 128
126 SIGURJÓN BJÖRNSSON ANDVARI hvað af áðurnefndum drögum), en hagræddi þeim jafnóðum, bætti í og felldi úr eftir því sem andinn blés honum í brjóst. — Eins og áður getur vöktu fyrirlestrar Sigurðar óskipta hrifningu, þegar hann flutti þá. Erfitt er að gera sér í hugarlund að þessir fyrirlestrar sem hér birtast hafi vakið svo mikla hrifningu. Víst er þar að finna ágæta kafla, leiftrandi af andagift og auðgi hugmynda, en þegar á heildina er litið eru þeir ósköp þreytandi lestur. Og það hefði ég sannarlega ekki búist við að ég myndi nokkurn tíma segja um ritverk eftir Sigurð Nordal. Sigurður mun á tímabili hafa hugsað sér að gera bók úr þessum fyrirlestra- drögum, en hætt við það af einhverjum ástæðum sem renna má grun í hverjar verið hafa. Víst er að sú bók hefði orðið næsta ólík því efni sem hér birtist, hafi mér yfirleitt tekist að átta mig á kröfum og skilningi Sigurðar Nordals. Raunar þarf engra ágiskana við, því að önnur fyrirlestraröð er til saman- burðar, Líf og dauði, sem birt var eins og hún var flutt. Þar er ólíku saman að jafna og væri fráleitt að ætla muninn stafa eingöngu frá framförum Sigurðar í ritleikni og lipurleika hugsunar. Annar galli Einlyndis og marglyndis er allt annars eðlis. Höfundur nálgast viðfangsefnið þannig að hann setur fram kenningu um tvær tegundir skap- gerðar sem jafnframt eru eða eiga að vera sjálfráðar lífsstefnur. Önnur fellur að hugsjón hans um velþroskaðan mann. Þessa kenningu, sem sprottin er af og endurspeglar persónulegan vanda hans sjálfs, á nú sálarfræðin að styðja, skýra og fella að mismunandi þroskaferlum. Glíma Sigurðar við þetta nánast óleysanlega verkefni er í sjálfu sér afar athyglisverð og hún hefur vafalaust verið honum sjálfum mjög lærdómsrík og þroskavænleg eins og síðar verður vikið að. En ég hygg að hjálp fagsálarfræð- innar hafi verið minni en hann sjálfur vildi telja. Og víst er um það að raunveruleg hjálp í persónulegum vanda getur varla verið fólgin í því að ganga á mála hjá röklætingu (svo að notað sé orð Sigurðar sjálfs) fyrirfram gefinnar niðurstöðu. En hvað sem því líður þá er vitað mál að sú sálarfræði sem hann átti völ á á öðrum tug þessarar aldar var naumast til annars fær en að lýsa og skipa saman fyrirbærum. Enda þótt það skipi nokkurt rúm í umfjöllun höfundar er frásögnin engu að síður borin uppi af eigin athugunum og íhugunum hans. Og innan sinna marka eru það langbestu hlutar ritsins. Athugunargáfa Sigurðar var skörp og næm og innsæi frábært, þó að það dygði raunar ekki til að svipta frá hulu röklætingarinnar. Og þó! Gafst honum að lokum dýpri sýn? Var það þess vegna sem hann hreyfði aldrei við þessum blöðum síðar og vildi ekki að við þeim væri hreyft? Og var það e.t.v. þess vegna sem hann sagði skilið við sálarfræðina, sem hann forðum dáði svo mjög, og fór raunar heldur nöprum orðum um þá grein þá sjaldan hann minntist á hana á prenti á síðari árum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.