Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 129

Andvari - 01.01.1987, Side 129
ANDVARI LÍFERNISLIST OG LÍTIÐ EITT FLEIRA 127 Mér virðist a.m.k. að í Einlyndi og marglyndi séu allnokkrir þverbrestir sem ég skil best með ofangreindum hætti. Um þriðja annmarka Einlyndis og marglyndis ætla ég að vera stuttorður. Sigurður virðist hafa ætlað sér fernt með rannsókn sinni: 1) að setja fram sálfræðikenningu, 2) gerast talsmaður vissra siðferðilegra sjónarmiða, 3) gera grein fyrir eins konar lífsstefnu eða leggja grunn að „lífemislist“ og 4) útlista list- og lífsgildi bókmennta. Öll þessi fjögur markmið ætlaði hann sér að fella saman í eina heild. Verkefnið var sannarlega engin smásmíði, enda lætur Sigurður oftar en einu sinni í ljós vafa um að hin tilætlaða samhæfing muni takast. Enda þótt líklegt sé að Sigurði hafi tekist að spinna þræðina betur saman þegar hann flutti fyrirlestrana heldur en fram kemur í bókinni, hygg ég að fullyrða megi að hann hafi ekki náð þessu metnaðarfulla marki, enda varla við því að búast. Enda þótt ég sé þeirrar skoðunar, eins og fram hefur komið, að Einlyndi og marglyndi sé allmjög gölluð bók, má samt ekki láta sér sjást yfir þá kosti sem hún er gædd. Ritleikni Sigurðar Nordals verður einungis metin af þeim hlutum bókar- innar sem virðast vera nokkurn veginn fullsamdir. Þar leynir stílsnillingurinn sér ekki, enda þótt herslumun vanti að stíllinn sé eins blæfagur og hnökralaus og hann varð síðar. En það sem þar kann á að vanta er stundum bætt upp með meira fjöri, hraða og hnitmiðun. Á stöku stað sleppir Sigurður fram af sér beislinu, svo að andríki hans og hugardýpt fær að njóta sín. Á þeim sprettum er gaman að fylgja honum. Er nokkuð ljóst að það efni sem frá Sigurði sjálfum er komið er betur framreitt en þegar hann fer í smiðju til annarra vísdóms- og fræðimanna og endursegir skrif þeirra. Enda þótt Sigurður sé ekki nema rúmlega þrítugur þegar hann ritar þessa fyrirlestra og hann hafi dvalist erlendis meira en áratug, er honum íslenskur veruleiki bæði í lífi og list svo nálægur og handgenginn að hann á ekki í neinum vandræðum með að flétta hann inn í frásögn sína og gæða hana lífi. Fjölmörg eru dæmin úr íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum, og lík- ingarnar af lífsháttum íslendinga og störfum. Það er vissulega ekki heiglum hent að fjalla þannig um efni, sem er í rauninni íslenskum veruleika fjarlægt og sáralítið hafði verið skrifað um á íslensku. Mikill fjöldi nýyrða er í þessari bók og líklegt að flest þeirra séu frá Sigurði komin. Gríp ég niður af handahófi °g nefni nokkur þeirra. Fyrst eru auðvitað grunnhugtökin einlyndi og marg- íyndi, hjarðeðli, röklæting, formorka, nýfýsi, nýgæði, þrástöðvar, aflátungur, álpcing, áþekni, velferðarþrá, unaðgjarn, mundangsþröskuldur, viðtækur, leikhyggja, dáleysi, kjörsýni. Þegar Sigurður Nordal flutti fyrirlestra sína hafði sárafátt verið ritað á íslensku um sálarfræði og heimspeki. Allar bækur sem hann las og studdist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.