Andvari - 01.01.1987, Síða 131
ANDVARI
LÍFERNISLIST OG LÍTIÐ EITT FLEIRA
129
bók er ekki eins heillandi og þeir áttu von á. — Ég vek máls á þessu vegna þess
hversu mjög mér fellur fyrir br jóst sú tíska að virða yfirleitt í engu vilja skálda
og rithöfunda, en birta að þeim látnum alls konar smælki, ófullgerð skrif og
jafnvel einkamálagögn sem þeir voru svo hirðulausir að brenna ekki í tæka
tíð. Oft hefur þetta gengið æði langt og verið bæði ósmekklegt og nærgöngult.
Og sjaldnast held ég að það hafi verið fræðilegur áhugi sem réð gerðum.
VI.
Hvað olli því að „filologinn“, dr. phil., Sigurður Nordal, 29 ára gamall,
ákvað að eyða þremur árum og rúmlega það til þess að lesa sálarfræði og
heimspeki í stað þess að „hverfa að borgaralegu starfi í fræðum sínum, að
kennslu, rannsóknum og útgáfu“?10 Ef spurningin er svo fram borin þarfnast
hún raunar varla svars. Því að hvað er óeðlilegt við það þó að ungan fræði-
mann í húmanískri grein fýsi að skoða lítið eitt nánar þessar konungsgersimar
húmanismans áður en lengra er haldið? En sitthvað bendir til þess að réttara
sé að orða spurninguna með öðrum hætti. Hvers vegna var Sigurði nauðsyn
að fara þessa leið? Hvers vegna eygði hann þar lausnarvon í persónulegri
kreppu? Og hvers vegna var hann í slíkri kreppu? Sjálfur lét Sigurður
stundum þau orð falla í skrifum sínum, einmitt þegar honum komu spurning-
ar í huga varðandi innlíf þeirra manna sem hann skrifaði um, að’ sjálfar
spurningarnar væru meira virði en ágiskunarkennd svör. Engu að síður taldi
hann rétt að leita svara og leitaði svara, en fór þar einatt varlega í sakir. Rétt
er að fylgja dæmi hans.
Sigurður Nordal var, ef svo má segja, fræðilega skólaður af tveimur lær-
dómsmönnum. Björn M. Ólsen var kennari hans í Lærða skólanum og Finnur
Jónsson varð aðalkennari hans í Kaupmannahafnarháskóla öll árin hans þar,
átta að tölu, 1906-1914. Sigurður og Finnur urðu bersýnilega nánir vinir eftir
því sem greina má af því sem Sigurður ritaði um Finn.11 Ekki er mér kunnugt
um persónusamband Sigurðar og Bjöms M. Ólsens. Það hefur að öllum
líkindum verið fjarlægara. Samt er augljóst af minningargrein Sigurðar um
Björn látinn að Sigurður hefur þekkt hann vel.12 Og víst er um það að Bjöm
kaus hann sér að eftirmanni á kennarastóli. Var Sigurður kallaður til þess
embættis haustið 1918 án umsóknar og er slíkt fátítt við Háskóla íslands, ef
ekki einsdæmi. Sýnir það að Björn M. Ólsen hefur haft mikla trú á Sigurði
sem fræðimanni og kennara. Ekki veit ég hversu snemma Sigurði Nordal
hefur orðið ljóst að hlutskipti hans yrði að verða eftirmaður Ólsens. En hann
hlýtur a.m.k. snemma að hafa gert sér grein fyrir því að ævistarf hans myndi
verða „norræn filologia“. Og hví ekki það? Til þess hafði hann væntanlega
9