Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 143

Andvari - 01.01.1987, Side 143
ANDVARI UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP 141 hún er varhugaverðari þrekraun og setur harðari kosti.“ (sst.) Og Halldór gerir sér ljóst að verðandi skáldsnillingi nægir ekki að glíma við málið og formið, heldur verður hann að afla sér fjölbreytilegrar menntunar og lífs- reynslu, kynnast því sem best er skrifað í samtímanum og miða sig við það. Einnig hlýtur skáldsnillingur að beina máli sínu til lesenda sem eru honum samboðnir. Það var ekki að furða þótt Halldór teldi þjóðinni nauðsyn að skapa upprennandi snillingum starfsskilyrði án þess að skera allt of mikið við nögl. Það var auðvitað kjarabarátta rithöfundar, en jafnframt barátta fyrir draumi um betra samfélag, eins og öll kjarabarátta sem hafin er yfir þrönga stundarhagsmuni. Þegar hinn upprennandi skáldsnillingur leit í kringum sig í landi sínu, ferðaðist um það þvert og endilangt til að afla sér lífsreynslu, kynnast lífi fólksins svo að hann gæti skrifað um það raunsönn verk, er að sjá sem honum hafi orðið um og ó. Var hægt að búast við að svo fátæk þjóð, aum og illa menntuð, mundi verða þess umkomin að veita viðtöku snilldarverkum? Mörgum manninum með kynni Halldórs af borgaralegri samtímamenningu og viðhorf hans til lífsins á Islandi á þessum árum hefði fallið allur ketill í eld og gert eitt af þrennu: reynt að gerast rithöfundur á útlendri tungu, minnkað kröfur sínar til lesenda og þar með til sjálfs sín, sem sagt orðið próvinsíell, ellegar þá gefist upp á öllu saman og sótt um embætti. Allt var þetta fjarri skaplyndi Halldórs. Hann ákvað að berjast fyrir breyttu þjóðfélagi svo að kostir þjóðarinnar, sem hann hafði bjargfasta trú á, mættu blómgast og gera hana þess umkomna að taka við því frjói sem skáldið, iðið sem hungangs- fluga, var tilbúið að bera íslendingum. í stað þess að laga sig að smekk almennings eða skjalla hann, tók hann að segja íslendingum óspart til synd- anna, „vekja þjóðina upp með andfælum og skaprauna yfirvöldum“, eins og hann kemst sjálfur að orði í „Örfáum upphafsorðum“, nú þegar öldin sem þá var nýhafin er langt gengin. Vitanlega er það ekki ætlunin að halda því hér fram að Halldór Laxness hafi gerst umbótasinni af eigingjörnum hvötum; rökin sem hann gat fært fyrir umbótabaráttu sinni voru bæði tvenn og þrenn, °g hnigu öll í eina átt. En í þessum skilningi á undirrótum skrifa hans um menningu og þjóðfélag felst kannski nokkur skýring á því að honum skuli á þessum árum veitast svo létt að sameina feiknaeinbeitingu að því að semja hstaverk, og búa sig undir að semja önnur enn betri, þeirri orku sem hann leggur í að leiðbeina þjóð sinni og ala hana upp, hvort sem henni líkuðu uPpeldisaðferðirnar betur eða verr. A.m.k. frá dögum rómantíkurinnar er tíður gestur á bókum sá listamaður sem er klofinn í herðar niður eða lengra milli listar og samfélags, hugsjónar og veruleika. Og víst er þetta minni oft á kreiki í bókum Halldórs Laxness. Steinn Elliði og Ólafur Kárason koma upp í hugann, og mætti nefna fleiri. í guðmóði æskuáranna milli 1925 og 30, eftir að leitin að verðmætum handan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.