Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 145

Andvari - 01.01.1987, Page 145
ANDVARI UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP 143 Þessi nýjungagleði, sem lýst er af svo miklu æskufjöri, er vitaskuld í vaxandi mæli einkenni okkar daga og nátengd markaðslögmálum þjóðfélagsins. Hún getur orðið innantóm og yfirborðsleg, og það hefur hinu unga skáldi væntan- lega verið ljóst, en hún hreif hann með, og auðvitað hlaut hann að taka hana langt fram yfir lognmolluna og þá íhaldssemi sem þybbast við öllum breytingum. Ein af skemmtilegustu greinunum í bókinni er „Dreingjakollurinn og íslenska konan“. Halldór skipar sér vitaskuld við hlið hins nýja og byltingar- kennda, kemur fram sem einlægur kvenfrelsissinni og harla róttækur í afstöðu til heimilis og uppeldismála, eins og víðar kom fram á þessum árum. Þó fer honum eins og okkur fleirum kynbræðrum hans. Illgresið verður ekki rifið upp allt í einu. Það er ekki laust við að karlrembu gæti í svari hans til Guðrúnar Lárusdóttur í framhaldi af þessari grein, og ávarpi sínu í víðboðinu nýja lýkur hann með ,,Verið þið sælir!“!! Síðustu greinarnar í þessu safni eru samdar meðan á Ameríkudvöl Hall- dórs stóð og eftir hana. Þær staðfesta það, sem oft hefur verið bent á, hvernig hann færir á þessum árum út kvíarnar frá nánast hreinni menningargagnrýni til almennrar þjóðfélagslegrar gagnrýni. Það fer því vel á að síðasta greinin í bókinni skuli fjalla um skipulag landbúnaðarmála. III Árni Sigurjónsson hlaut árið 1984 doktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla fyrir ritgerð sína Den politiske Laxness. Den ideologiska och estetiska bak- grunden till Salka Valka och Fria mdn. Bókin sem hér er til umræðu er að mestum hluta þýðing á tveimur af fjórum meginköflum í doktorsritgerðinni, en auk þess er hér nýr kafli um íslenska sagnagerð millistríðsáranna. Árni lýsir markmiði bókar sinnar þannig: Markmið hennar er að auka skilning lesenda á bókmenntum og bókmenntahugmynd- um hérlendis á árunum milli stríða með sérstakri hliðsjón af verkum Halldórs Laxness á þeim tíma. Bókin fjallar sem sé ekki aðallega um bækur Halldórs sjálfs, heldur um stjómmál, bókmenntaskoðanir og bókmenntir tímabilsins yfirleitt. (11) Þetta er nokkuð vítt markmið, og höfundur gerir sér vitaskuld grein fyrir að úttekt hans er á engan hátt tæmandi. En bókin er fróðleg á margan hátt, bæði vegna þess sem hún segir um tímann, sem um er fjallað, og vegna þess ljóss sem hún, eins og allar túlkanir, varpar á fjarlægðina milli túlkandans og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.