Andvari - 01.01.1987, Page 145
ANDVARI
UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP
143
Þessi nýjungagleði, sem lýst er af svo miklu æskufjöri, er vitaskuld í vaxandi
mæli einkenni okkar daga og nátengd markaðslögmálum þjóðfélagsins. Hún
getur orðið innantóm og yfirborðsleg, og það hefur hinu unga skáldi væntan-
lega verið ljóst, en hún hreif hann með, og auðvitað hlaut hann að taka hana
langt fram yfir lognmolluna og þá íhaldssemi sem þybbast við öllum
breytingum.
Ein af skemmtilegustu greinunum í bókinni er „Dreingjakollurinn og
íslenska konan“. Halldór skipar sér vitaskuld við hlið hins nýja og byltingar-
kennda, kemur fram sem einlægur kvenfrelsissinni og harla róttækur í
afstöðu til heimilis og uppeldismála, eins og víðar kom fram á þessum árum.
Þó fer honum eins og okkur fleirum kynbræðrum hans. Illgresið verður ekki
rifið upp allt í einu. Það er ekki laust við að karlrembu gæti í svari hans til
Guðrúnar Lárusdóttur í framhaldi af þessari grein, og ávarpi sínu í víðboðinu
nýja lýkur hann með ,,Verið þið sælir!“!!
Síðustu greinarnar í þessu safni eru samdar meðan á Ameríkudvöl Hall-
dórs stóð og eftir hana. Þær staðfesta það, sem oft hefur verið bent á, hvernig
hann færir á þessum árum út kvíarnar frá nánast hreinni menningargagnrýni
til almennrar þjóðfélagslegrar gagnrýni. Það fer því vel á að síðasta greinin í
bókinni skuli fjalla um skipulag landbúnaðarmála.
III
Árni Sigurjónsson hlaut árið 1984 doktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla
fyrir ritgerð sína Den politiske Laxness. Den ideologiska och estetiska bak-
grunden till Salka Valka och Fria mdn. Bókin sem hér er til umræðu er að
mestum hluta þýðing á tveimur af fjórum meginköflum í doktorsritgerðinni,
en auk þess er hér nýr kafli um íslenska sagnagerð millistríðsáranna. Árni
lýsir markmiði bókar sinnar þannig:
Markmið hennar er að auka skilning lesenda á bókmenntum og bókmenntahugmynd-
um hérlendis á árunum milli stríða með sérstakri hliðsjón af verkum Halldórs Laxness á
þeim tíma. Bókin fjallar sem sé ekki aðallega um bækur Halldórs sjálfs, heldur um
stjómmál, bókmenntaskoðanir og bókmenntir tímabilsins yfirleitt. (11)
Þetta er nokkuð vítt markmið, og höfundur gerir sér vitaskuld grein fyrir að
úttekt hans er á engan hátt tæmandi. En bókin er fróðleg á margan hátt, bæði
vegna þess sem hún segir um tímann, sem um er fjallað, og vegna þess ljóss
sem hún, eins og allar túlkanir, varpar á fjarlægðina milli túlkandans og