Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 146

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 146
144 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI viðfangsefnisins; Árni Sigurjónsson er fæddur á sjötta tugi aldarinnar, gott ef ekki árið sem Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin. Ef menn vilja bera þessa rannsókn Árna saman við ýmsar fyrri rannsóknir, eins og t.d. hið mikla verk Peters Hallberg, er rétt að hafa í huga að Árni nálgast viðfangsefnið ekki úr alveg sömu átt. Peter Hallberg leitaði skýringa á tilurð verka Halldórs og þróun þeirra. Pess vegna hugaði hann að fjölmörgu sem ætla mátti að hefði haft áhrif á Halldór, bæði íslensku og útlendu. Árni beinir athyglinni einkum að upphaflegum viðtakendum bóka Halldórs á þessum tíma; jarðvegurinn sem Halldór sáði í hlaut að hafa áhrif á starf hans, og áhrif bókanna er eðlilegt að setja í samband við það sem fyrir var. Við könnun á bókmenntaverki skiptir bæði upphafsmaður og viðtakandi máli; beggja sér vitaskuld margvíslegan stað í verkinu sjálfu, og þetta þrennt verður aldrei skýrt aðgreint, en sá sem rannsakar getur gert einn þessara þriggja þátta að meginviðfangsefni eða upphafsviðmiðun. Líklega hefði Árni átt að skýra þessa afstöðu sína betur í upphafi bókar. í sérstökum kafla er greint frá stjórnmálaþróun á íslandi á fyrstu þremur áratugum aldarinnar, og þá um leið þróun efnahags- og félagsmála. Þetta yfirlit er að flestu leyti skýrt, en einfaldanir verða stundum nokkuð grófar, eins og gripnar úr stjórnmáladeilum tímans: „. . . réðu útgerðarmenn svo mestu í Sjálfstæðisflokknum í nokkra áratugi og létu ríkisvaldið tryggja hagnað sinn með gengisfellingum.“ (21) „Pegar Alþýðuflokki og Kommún- istum óx fiskur um hrygg hættu Framsóknarmenn að aðhyllast félagslegar lausnir á kreppu landbúnaðarins.“ (25) í lengsta og veigamesta kafla bókarinnar er fjallað um bókmenntakenn- ingar og að nokkru leyti almennar hugmyndir um fagurfræði, sem í hávegum voru hafðar á millistríðsárunum. Árni hefur kannað efnið rækilega og dregið fram margt fróðlegt sem að mestu er fallið í gleymsku og kemur ungu fólki á stundum kynlega fyrir sjónir. Um þetta efni, eins og það var sett fram í doktorsritgerð hans, hafa þeir Peter Hallberg skipst á skoðunum í Tímariti Máls og menningar 1984 og 1985, og skal ég reyna að forðast að fara alveg í sama far. Aðferð Árna er að gera grein fyrir umræðum tímabilsins um bókmenntir og menningarmál, og hann fer oft langt út fyrir það sem varðar bókmenntir og fagurfræði, en ekki skal fundið að því. Hann reynir síðan að flokka og skýrgreina þær hugmyndir eða viðhorf sem mest fer fyrir. Þegar ungt fólk, fætt eftir seinni heimsstyrjöld, kynnir sér skoðanaskipti frá þessum árum, hnykkir því við mörgu sem það sér. íslenskir menntamenn tvístigu frammi fyrir þeirri þróun samfélagsins sem var að hef jast. Hugmynd- irnar komu vitaskuld flestar frá Evrópu, og menn reyndu að tengja þær við íslenskan veruleika og sjá fyrir sér einhverja framtíðarstefnu hins íslenska samfélags. Þegar þessar hugmyndir eru metnar er mikilvægt að hafa í huga að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.