Andvari - 01.01.1987, Síða 151
ANDVARI
UM HEIMSÁDEILU OG STRÁKSSKAP
149
Bókmenntasöguritun og bókmenntakennsla gefa ævinlega mjög einfaldaða
og ranga mynd af bókmenntum liðinna tíma — hjá því verður ekki komist —
og þess vegna er yfirlit eins og það sem Árni gerir hér mjög gagnlegt. En
auðvitað verður hann líka að velja úr, og fjöldi þeirra verka sem hann nefnir
leiðir til þess að hann verður að gera mjög stuttaralega grein fyrir hverju
einstöku. Það er dálítið einkennilegt, miðað við inngang og marklýsingu
bókarinnar, að verkin virðast valin og túlkuð nær eingöngu með hliðsjón af
Sjálfstæðu fólki, og reyndar er Salka Valka alveg horfin úr sögunni í bókar-
lok, þegar höfundur segir: „Ef menn eru nokkru nær um samtíð Sjálfstæðs
fólks og bakgrunn eftir lestur þessarar bókar er markmiði mínu náð.“ (134)
Ohætt er að segja að allir lesendur bókarinnar hljóti að verða einhverju nær
um viðfangsefnið og flestir miklum mun fróðari en þeir voru fyrir, þótt hægt
sé að finna að ýmsu í túlkun og framsetningu, eins og hér hefur verið gert.
Hver fyrir sig leiða kaflarnir í bókinni í ljós þann annmarka sem er á
rannsóknaraðferð Árna Sigurjónssonar: viðfangsefnið smýgur milli fingra
hans, af því að hann sinnir ekki þeim textum sem eru tilefni rannsóknar hans.
Þess vegna svífur samfélagslýsingin í lausu lofti og erlendar hugmyndir, sem
til umræðu eru meðal bókmenntamanna á þriðja áratugnum, eru hvorki
tengdar nægilega vel við samfélag tímans (hvers vegna höfðuðu þær til
manna?) né við verk Halldórs Laxness.
Laxness og þjóðlífið er vönduð bók að ytri gerð og mikill fjöldi mynda,
einkum af því fólki sem við sögu kemur, prýðir bókina. í myndatextum er
gerð nokkur grein fyrir persónunum, og stuðst við meginmál bókarinnar. Við
ber að dómar sem varla eiga heima í myndatexta slæðast þangað, eins og
þegar segir um Guðmund Finnbogason: „Guðmundur var fremstur í flokki
þeirra sem stóðu vörð um hefðbundin þjóðleg verðmæti og gekk stundum
nokkuð langt í því efni.“ (Milli bls. 16 og 17) Hvar skyldi markalínan vera?
Þorkell Jóhannesson prófessor í sagnfræði er harla ólíkur í útliti þeim manni
sem ég sótti fyrirlestra hjá fyrir röskum aldarfjórðungi, síðasta árið sem hann
lifði, en þeim mun líkari nafna sínum, prófessor í læknisfræði, sem væntan-
lega er enn að flytja fyrirlestra.
IV
Ritgerð Sigurðar Hróarssonar, Eina jörð veit ég eystra. Halldór Laxness og
Sovétríkin, er gefin út í kiljuformi. Kilja þessi er ekki ósnotur til að sjá, en
ekki hefur verið vandað til hennar sem skyldi. Prentvillur eru mýmargar, svo
að bæði er höfundi og útgefanda til minnkunar, og málfarið víða þannig að