Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 157
ANDVARI
JÓNAS FRÁ HRIFLU OG UPPHAF FRAMSÓKNARFLOKKSINS
155
Til 1918 hafði hlutverk Jónasar í Framsóknarflokknum einungis verið
óformlegt, en þó býsna áberandi, a.m.k. frá því Tíminn fór að koma út í mars
1917, því að Jónas var driffjöðurin í stofnun blaðsins — sömuleiðis Dags á
Akureyri ári síðar — og setti mjög svip á það með skrifum sínum þótt aldrei
væri hann þar formlegur ritstjóri.
En mánuðina og misserin þar á undan var það allt annað en augljóst að
Jónas frá Hriflu væri upprennandi leiðtogi í frjálslyndum bændaflokki. Hann
hafði verið skólamaður — æfingakennari við Kennaraskólann síðan hann
kom heim fránámi 1909. Einnig áberandi leiðtogi ungmennafélagshreyfing-
arinnar, m.a. ritstjóri málgagns hennar, Skinfaxa, frá 1911. Þar að auki virkur
í verkalýðsfélögum í Reykjavík og einn af frumkvöðlunum að stofnun Al-
þýðusambands íslands og Alþýðuflokksins árið 1916. Honum hefði verið í
lófa lagið að skipa sér í leiðtogasveit Alþýðuflokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar, en sagði sig úr miðstjórn Alþýðuflokksins haustið 1916,
bersýnilega í því skyni að starfa í röðum framsóknarmanna. Hafði Jónas, eftir
því sem hann síðar sagði, afþakkað að vera í framboði fyrir verkamenn til
bæjarstjórnar eða Alþingis, með þeim rökum „að ég ætlaði að vera sjálf-
boðaliði í fylkingu þeirra, meðan fátt væri um stuðningsmenn, en að ég myndi
starfa með öðrum hætti og meir til langframa í liði samvinnubænda.“2
Alþýðuflokkurinn bauð fram í Alþingiskosningum á stofnári sínu, 1916,
og fékk kjörinn sinn fyrsta þingmann, Jörund Brynjólfsson. Framsóknar-
flokkurinn var hins vegar stofnaður eftir Alþingiskosningarnar, nánast við
samruna tveggja flokka sem boðið höfðu fram: Bændaflokksins og Óháðra
bœnda. Bændaflokkurinn hafði verið að mótast á þingi nokkur undanfarin ár,
og stofnendur Framsóknarflokksins voru að meirihluta bændaflokksmenn.
Má að vissu leyti skoða Framsóknarflokkinn sem útvíkkað framhald af
Bændaflokknum, og hann hafði vissulega ekki verið flokkur Jónasar Jóns-
sonar.
Hins vegar hafði Jónas verið viðriðinn — að tjaldabaki — framboð Óháðra
bænda. Að því marki sem Jónas var „maðurinn á bak við“ Óháða bændur og
framboð Óháðra bænda hið raunverulega upphaf Framsóknarflokksins, þá
roá telja Jónas höfund og frumkvöðul flokksins. En þetta er nokkurt mats-
atriði hvort tveggja. Hugsanlegt væri að telja Framsóknarflokkinn fyrst og
fremst runninn af rótum Bændaflokksins, þótt framboð Óháðra bænda hafi
að vísu verið mikilvægur áfangi að mótun hans. Og eins kynnu menn að draga
1 efa að Jónas frá Hriflu hafi verið lykilmaður í flokksstarfi Óháðra bænda,
þótt hann hafi haft þar viss áhrif vegna persónulegra tengsla við hinn raun-
verulega leiðtoga.