Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 159

Andvari - 01.01.1987, Page 159
aniwari JÓNAS FRÁ HRIFLU OG UPPHAF FRAMSÓKNARFLOKKSINS 157 tóku ekki sameiginlega afstöðu til sjálfstæðismálanna né til fylgis við ráð- herra, og við kosningar og ráðherraskipti 1914 mátti kalla að Bændaflokk- urinn skiptist á milli gömlu flokkanna, Heimastjórnarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Hann endurreis sem þrengri samtök, aðallega bænda úr Sjálfstæðis- flokki, og að sama skapi samstæðari. Fyrir þinglok 1915 ákvað hann að bjóða fram sjálfstætt 1916, þegar í fyrsta sinn átti að kjósa sex landskjörna þing- menn með hlutfallskosningu um allt land. Völdu flokksmenn einn úr sínum hópi í efsta sæti landskjörslistans — Jósef Björnsson á Vatnsleysu, sem var þingmaður Skagfirðinga en stóð höllum fæti í kjördæminu — og nokkra kunna menn er einnig skyldi leita til um sæti á listanum. Þessum ráðum var ráðið í september, en nokkrum vikum áður, 28. ágúst 1915, hafði Jónas fráHriflu skrifað Jóni Sigurðssynií Ystafelli, vini sínumog gömlum nágranna: „Þær gleðifréttir get ég sagt að bændaflokkurinn setur pabba þinn efstan á listann að vori. Ég held að það megi telja hann vissan ef veður hamlar ekki í sveitum.“3 Jónas hlýtur að meina Bændaflokkinn á þingi; hefur fregnir af ráðagerðum hans um að velja Sigurð Jónsson í Ystafelli sem nýjan og sterkan frambjóðanda á landslistann. Sigurður var roskinn maður, einn af leiðtogum Kaupfélags Þingeyinga um áratugi og Sambandsins frá stofnun þess, og var hann þjóðkunnur sem ritstjóri Tímarits íslenskra sam- vinnufélaga og fyrirlesari um samvinnumál. í stjómmálum hafði Sigurður staðið nokkuð í skugga vinar síns og samstarfsmanns, Péturs Jónssonar á Gautlöndum, sem lengi hafði verið þingmaður sýslunnar. Jónas var frá æsku handgenginn Sigurði og hefur sennilega rekið áróður við bændaflokksmenn fyrir framboði hans. En þeir hafa, þegar til kastanna kom, metið það meira að tryggja Jósef á Vatnsleysu þingsæti. Sigurði í Ystafelli ætluðu þeir ekki heldur sæti neðar á listanum, hvernig sem á því stóð. Annars er fátt sem bendir til að Jónas frá Hriflu hafi verið í sérlega nánu sambandi við bændaflokksmenn. Fó má benda á ummæli Jónasar Porbergs- sonar í afmælisgrein löngu seinna.4 Hann rekur afskipti nafna síns af verka- lýðsmálum 1915-16 og bætir við: „Jafnhliða vann hann að samtökum meðal þingbænda um ný flokkssamtök.“ Þetta á ekki við samtök Óháðra bænda, því að þar voru einmitt ekki „þingbændur“ á ferð, enda segir frá þeim síðar í afmælisgreininni. Því má vera að Jónas Porbergsson hafi í huga tilraun nafna síns til samvinnu við Bændaflokkinn áður en Óháðir bændur komu til skjal- anna. Sú tilraun hefur þá beinst að því að fá Sigurð í Ystafelli boðinn fram við landskjörið, en mistekist. Jónas Jónsson var þó ekki af baki dottinn með framboð Sigurðar, því að brátt var hann farinn að reka áróður fyrir því við Gest Einarsson á Hæli í Hreppum að setja Sigurð efstan á lista Óháðra bænda. Og meira en það, því að Jónas var að einhverju leyti hvatamaður að framboðinu. Löngu seinna gaf hann út bæklinginn Bylting á íslandi (1958) og segir þar m.a. (bls. 8):
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.