Andvari - 01.01.1987, Page 159
aniwari
JÓNAS FRÁ HRIFLU OG UPPHAF FRAMSÓKNARFLOKKSINS
157
tóku ekki sameiginlega afstöðu til sjálfstæðismálanna né til fylgis við ráð-
herra, og við kosningar og ráðherraskipti 1914 mátti kalla að Bændaflokk-
urinn skiptist á milli gömlu flokkanna, Heimastjórnarflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Hann endurreis sem þrengri samtök, aðallega bænda úr Sjálfstæðis-
flokki, og að sama skapi samstæðari. Fyrir þinglok 1915 ákvað hann að bjóða
fram sjálfstætt 1916, þegar í fyrsta sinn átti að kjósa sex landskjörna þing-
menn með hlutfallskosningu um allt land. Völdu flokksmenn einn úr sínum
hópi í efsta sæti landskjörslistans — Jósef Björnsson á Vatnsleysu, sem var
þingmaður Skagfirðinga en stóð höllum fæti í kjördæminu — og nokkra
kunna menn er einnig skyldi leita til um sæti á listanum.
Þessum ráðum var ráðið í september, en nokkrum vikum áður, 28. ágúst
1915, hafði Jónas fráHriflu skrifað Jóni Sigurðssynií Ystafelli, vini sínumog
gömlum nágranna: „Þær gleðifréttir get ég sagt að bændaflokkurinn setur
pabba þinn efstan á listann að vori. Ég held að það megi telja hann vissan ef
veður hamlar ekki í sveitum.“3 Jónas hlýtur að meina Bændaflokkinn á þingi;
hefur fregnir af ráðagerðum hans um að velja Sigurð Jónsson í Ystafelli sem
nýjan og sterkan frambjóðanda á landslistann. Sigurður var roskinn maður,
einn af leiðtogum Kaupfélags Þingeyinga um áratugi og Sambandsins frá
stofnun þess, og var hann þjóðkunnur sem ritstjóri Tímarits íslenskra sam-
vinnufélaga og fyrirlesari um samvinnumál. í stjómmálum hafði Sigurður
staðið nokkuð í skugga vinar síns og samstarfsmanns, Péturs Jónssonar á
Gautlöndum, sem lengi hafði verið þingmaður sýslunnar. Jónas var frá æsku
handgenginn Sigurði og hefur sennilega rekið áróður við bændaflokksmenn
fyrir framboði hans. En þeir hafa, þegar til kastanna kom, metið það meira að
tryggja Jósef á Vatnsleysu þingsæti. Sigurði í Ystafelli ætluðu þeir ekki heldur
sæti neðar á listanum, hvernig sem á því stóð.
Annars er fátt sem bendir til að Jónas frá Hriflu hafi verið í sérlega nánu
sambandi við bændaflokksmenn. Fó má benda á ummæli Jónasar Porbergs-
sonar í afmælisgrein löngu seinna.4 Hann rekur afskipti nafna síns af verka-
lýðsmálum 1915-16 og bætir við: „Jafnhliða vann hann að samtökum meðal
þingbænda um ný flokkssamtök.“ Þetta á ekki við samtök Óháðra bænda,
því að þar voru einmitt ekki „þingbændur“ á ferð, enda segir frá þeim síðar í
afmælisgreininni. Því má vera að Jónas Porbergsson hafi í huga tilraun nafna
síns til samvinnu við Bændaflokkinn áður en Óháðir bændur komu til skjal-
anna. Sú tilraun hefur þá beinst að því að fá Sigurð í Ystafelli boðinn fram við
landskjörið, en mistekist.
Jónas Jónsson var þó ekki af baki dottinn með framboð Sigurðar, því að
brátt var hann farinn að reka áróður fyrir því við Gest Einarsson á Hæli í
Hreppum að setja Sigurð efstan á lista Óháðra bænda. Og meira en það, því
að Jónas var að einhverju leyti hvatamaður að framboðinu. Löngu seinna gaf
hann út bæklinginn Bylting á íslandi (1958) og segir þar m.a. (bls. 8):