Andvari - 01.01.1987, Side 160
158
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
Þegar hér var komið sögu höfðum við Gestur haft mikil og góð kynni í nokkur ár.... Við
vorum . . . samdóma um að nauðsynlegt væri að hefja ný samtök, þar sem bændur hefðu
undirtökin. Varð það að samkomulagi, að hann skyldi beita sér fyrir allsherjarfundi
sunnlenskra bænda við Þjórsárbrú snemma vetrar 1916 og undirbúa þar landslistaframboð
fyrir óháða bændur.
Svo mikið er víst að Hreppamenn hófu samtök um framboð og boðuðu
undirbúningsfund við Pjórsárbrú 19. janúar 1916. Gestur hafði þegar um
haustið falað Ágúst Helgason í Birtingaholti, margreyndan samvinnuleið-
toga Sunnlendinga, í framboð, en Ágúst neitað.5
Jónas frá Hriflu hafði fleiri framboðsjárn í eldinum þennan vetur, því að
hann vann að framboði verkamanna — hins verðandi Alþýðuflokks — við
bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík og aflaði því stuðnings manna úr Sjálf-
stæðisflokknum þversum. Jörundur Brynjólfsson kennari var sá frambjóð-
andinn sem einkum taldist vera samnefnari verkalýðshreyfingar (Dagsbrún-
ar) og þversummanna, og var hann af sama bandalagi kosinn á þing fyrir
Reykjavík um haustið, en sennilega hefði Jónas jafnframt talið hann til hinna
óformlegu samtaka „vinstri manna“ sem fyrr getur.
Kemur nú að fundinum við Pjórsárbrú. Hann var boðaður sem fulltrúa-
fundur hreppanna í Sunnlendingafjórðungi og var sóttur úr öllum sýslum
fjórðungsins, aðallega þó Árnes- og Rangárvallasýslum. Auk þess var þar
sveit Þingeyinga undir forystu Jóns Sigurðssonar í Ystafelli. Þeir voru raunar
ekki svo langt að komnir sem ætla mætti, því að þeir dvöldu í Reykjavík þá
um veturinn — og voru einmitt heimagangar hjá Jónasi Jónssyni, gömlum
sveitunga sínum.6 Auðvitað voru þeir við Þjórsárbrú í samráði við Jónas að
reka áróður fyrir Sigurði.
Nokkrum dögum áður hafði sami Sigurður skrifað þingmanni sínum, Pétri
á Gautlöndum, um framboðsmál og hvatt hann til að bjóða sig fram í
Suður-Þingeyjarsýslu einu sinni enn. Víst hefði Sigurði þótt eðlilegra, segir
hann, að Pétur væri í framboði á landskjörslista Heimastjórnarflokksins,
fremur en embættismenn úr Reykjavík. Einnig þykist Sigurður vita að Sunn-
lendingar séu alltaf að hugsa um að fá Pétur efstan á sinn óháða lista, en að
honum frágengnum muni þeir taka sína menn. „Á þeim lista lendi ég varla og
geri ekkert til þess,“ bætir Sigurður við.7
Ekki benda aðrar heimildir til þess að Gestur á Hæli og bandamenn hans
hafi í alvöru hugsað sér að fá Pétur á Gautlöndum í framboð, enda var hann í
innsta hring Heimastjórnarflokksins. Eitthvað ætti Sigurður þó að hafa fyrir
sér í þessu. En aðalatriðið í bréfi hans er sá möguleiki, þótt vægt sé orðaður,
að hann sjálfur bindi trúss sitt við Sunnlendinga í landskjörinu. Enda fór svo
að uppstillingarnefnd Þjórsárbrúarfundarins stakk upp á Sigurði í efsta sæti
listans, en Ágústi í Birtingaholti í hið næsta, sem talið var baráttusætið. Kosin
var nefnd til að vinna frekar að uppstillingunni, enda var samkvæmt fund-