Andvari - 01.01.1987, Side 167
HARRY S0IBERG:
Jónas Guðlaugsson
A þessu ári er öld liðin frá fæðingu Jónasar Guðlaugssonar skálds, hann fæddist 27. september
1887. Ferill hans var merkilegur og sérstæður um margt. Kornungurgaf hann út Ijóðabækur á
íslensku en rúmlega tvítugur hvarf hann af vettvangi íslenskra bókmennta og gerðist rithöf-
undur á dönsku. í Danmörku gaf hann út ekki færri en sex bækur, ljóð, skáldsögur og
smásögur. Hann var að þroskast í list sinni og festast í sessi þegar dauðinn tók hann, á
tuttugasta og níunda aldursári.
Um skáldskap Jónasar hefur fátt verið skrifað. Helst er að telja formála Hannesar Péturs-
sonar að bókinni Fjögur Ijóðskáld, 1957, sem geymir úrval af ljóðum Jónasar á íslensku.
Guðmundur G. Hagalín þýddi á ungum aldri tvær bækur hans í óbundnu máli, Sólrúnu og biðla
hennar og Breiðfirðinga. Löngu síðar birti Hagalín athyglisverða grein, „Hálfrar aldar ártíð
Jónasar skálds Guðlaugssonar", Félagsbréf Almenna bókafélagsins 1966. Loks er þess að geta
uð í þessu riti birtist fyrir fáum árum grein um skáldið, „Jónas Guðlaugsson skáld“ eftir
Vilhjálm Þ. Gíslason, Andvari 1979.
Ferill Jónasar í Danmörku hefur lítt verið kannaður og enn er eftir að gefa út ritsafn hans og
Ijalla um verk hans og bókmenntasögulega stöðu á verðugan hátt. Á þessu minningarári vill
Andvari minnast hins skammlífa skálds með því að birta í íslenskri þýðingu ritstjóra grein eftir
danskan vin Jónasar sem ætla má að fáir þekki. Greinin birtist í blaðinu Politiken 21. nóvember
1946. Höfundurinn, Harry Seiberg (1880-1953), var þekkt sagnaskáld í Danmörku á sinni tíð.
í verkum sínum fjallaði hann einkum um líf bænda og fiskimanna á Jótlandsskaga þar sem
hann bjó lengi. Eina af sögum Soibergs, Fólkið við hafið, þýddi Jónas Guðlaugsson og kom
hún út 1911.
Grein Soibergs um Jónas er nokkuð háspennt og rómantísk að hætti kynslóðar þeirra félaga.
En hún er verðmæt, ekki síst fyrir það að hún er eina lýsing nákunnugs manns á Jónasi
Guðlaugssyni sem mér er kunnugt um. Auk þess ber hún vitni um hvernig litið var á þá íslensku
höfunda sem hösluðu sér völl í dönskum bókmenntum snemma á öldinni. G.St.
Jónas Guðlaugsson fæddist 1886]> á Staðarhrauni við Breiðafjörð (rétt: á
Mýrum) á íslandi þar sem faðir hans var prestur. Hann ólst upp í stórum
systkinahópi á rótgrónu íslensku prestsetri. Lífskjör voru þröng og oft
herjuðu sjúkdómar. En lestur fornsagna og kvæða hefur vafalaust sett svip á
daglegt líf fólks og blásið því í brjóst rómantískum anda sem öldum saman og
nærri því til okkar daga hefur verið aflgjafi í íslensku þjóðlífi. Sá andi var líka
ukur í huga Jónasar. Hann birtist ekki aðeins í stolti íslendingsins yfir
nfrekum fornra hetja, heldur einnig sem skáldlegt hugmyndaflug og sköpun-
armáttur.
Tímunum saman gat hann setið og kveðið þessa endalausu íslensku bragi