Andvari - 01.01.1987, Síða 171
ANDVARI
JÓNAS GUÐLAUGSSON
169
Jeg ser det klart, det er forbi
med det, som engang var,
og Hostens Storme fejer vœk
hver Drom, som Hjertet bar.
Jeg staar blot tavs og ser dig gaa,
halvt som i Drom forbi,
og dine Fodtrin blandes ind
i Hostens Melodi.
Á þessum árum berst hann við að tileinka sér danskt ritmál, honum verður
fljótt ljóst að hann verður að skrifa á dönsku ef hann á að geta lifað á
ritstörfum, en það reyndist honum þó afar torsótt allt til dauðadags. En í huga
sínum ól hann á þessum árum glæsta æskudrauma um frægð langt út yfir
landamæri íslands og Danmerkur.
Eg man eftir fyrstu fálmandi tilraunum hans til að rita óbundið mál á
dönsku; hann las mér þær einn vordag í Fredriksberg Have. Brennandi
skáldhugur hans minnti á örn sem ber vængjum, hlekkjaður á fótum. Hljóð-
fallið var í eyrum hans en með höfði og höndum reyndi hann að gefa því form,
leitaði orða sem gátu leyst hughrif hans úr læðingi. En undrafljótt fékk hann
tilfinningu fyrir málinu; strax tveim árum eftir að hann fór frá ættlandi sínu
kom út fyrsta ljóðasafn hans, Sange fra Nordland. (Rétt: Sange fra Nord-
havet. Aths. þýðanda):
Det Folk, der har mig fostret,
har baaret store Dromme,
har baaret stærke Tanker
igennem Tidens Nat.
De brænder, disse Dromme,
de lyser, disse Tanker,
og ægged’ mig at hæve
en gemt og sjælden Skat.
Þannig hefst inngangsljóðið í fyrsta ljóðasafni hans sem þegar í stað leiddi í
Ijós hin ríku persónulegu sérkenni hans.
Þar næst koma ljóðasöfnin Viddernes Poesi og Sange fra de blaa
Bjerge. Nöfnin ein segja frá því hvað í huga hans bærðist. Allt í einu var upp
nsinn söngvari meðal vor, íslendingur, ekki aðeins borinn og barnfæddur,
heldur af hreinu íslensku efni gerður, og orti á dönsku um bergstál og víðerni
oræfanna og blá fjöll þar sem veður og vindar Norður-Atlantshafs næddu um
strendur ættlandsins. Ljóð hans á dönsku færa út sjóndeildarhring heimahaga
v°rra, eru magnþrungnari heimur sem stígur fram á milli vorra þungu mold-