Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 9

Andvari - 01.01.1991, Page 9
andvari FRÁ RITSTJÓRA 7 Af ljóðaútgáfu í fyrra er markverð þýðing Sverris Hólmarssonar á Eyðilandi Eliots. Frumsamdar ljóðabækur voru helstar eftir Kristján Árna- son, Kristján Karlsson og Sigurð Pálsson. Nýjar útgáfur komu á verkum tveggja nýrómantískra skálda, Huldu og Jónasar Guðlaugssonar ; um þær er fjallað á öðrum stað í þessu riti. Athyglin beindist mest að skáldsögum Fríðu Á. Sigurðardóttur, Gyrðis Elíassonar, Péturs Gunnarssonar og Steinunnar Sigurðardóttur, - íslensku bókmenntaverðlaunin féllu í hlut Fríðu, maklega. - Útgáfa barna- og ung- lingabóka er í svipuðum farvegi og áður. Það er þó eftirtakanlegt að dregið hefur mjög úr útgáfu á vönduðum þýddum unglingabókum. Forlög sem áður sinntu slíkri útgáfu myndarlega, eins og Iðunn, halda nú að sér höndum. Þarna sýnist mér einn veikasti hlekkur útgáfunnar. Vanræksla á þessu sviði mun draga alvarlegan dilk á eftir sér og koma útgefendum sjálfum illilega í koll. Þeir sem ekki venjast á lestur góðra bókmennta í bernsku og æsku munu ekki halda uppi bókmenntaútgáfu í landinu á fullorðinsaldri. Af ævisögum og endurminningum telst vafalaust til mestra tíðinda að nú var lokið útgáfu á hinni stóru sögu Tryggva Gunnarssonar sem Þorkell Jó- hannesson hóf á sínum tíma og Bergsteinn Jónsson tók við og leiddi til lykta. Fyrir utan hreina markaðsútgáfu, fljótunnar ævisögur fjölmiðlaljósa á miðj- um aldri, er helst að telja bækur um stjórnmálaforingja, en slíkum verkum fjölgar nú mjög og virðist sem ein bókin af því tagi kalli á aðra. Að þessu sinni voru gefnar út sögur Hermanns Jónassonar og Hannibals Valdimars- sonar, fyrra bindi hvors verks um sig, en ólíkar bækur að gerð. Að ekki sé gleymt ævisögu fyrrverandi þingmanns, Björns á Löngumýri, sem varð ein söluhæsta bókin, ásamt ævisögu Bubba Morthens, hvortveggja skráð eftir frásögn söguhetjunnar eins og fjölmargar og misjafnar ævisögur í seinni tíð. ~ Sérstöðu meðal ævisagna hefur svo rit Gils Guðmundssonar um Einar Benediktsson skáld, samandregnar prentaðar heimildir um Einar og ævi hans. Slíkt verk er góðra gjalda vert þótt nýrri túlkun sé ekki til að dreifa. En rækileg könnun á skáldskap Einars bíður enn og hafa bókmenntafræðingar vorir verið furðu tómlátir um hana. Mörkin á milli ævisagna, þjóðlegs fróðleiks og fræðirita eru stundum óglögg. Byggðarsaga verður gjarnan meiri og minni persónusaga, svo sem í Mjófirðingasögum Vilhjálms Hjálmarssonar sem Menningarsjóður gaf út þriðja bindi af. Nú er á dögum einn höfundur sem leggur markvissa rækt við að semja heimildaþætti, Hannes Pétursson, og kom allstórt safn slíkra þátta Fá hans hendi á árinu. Annað góðskáld, Þorsteinn frá Hamri, er einnig tek- lr*n að sinna þessari grein og kom gott lítið verk af því tagi frá honum. - Af fræðiritum eru þau tíðindi að út kom nýtt bindi, hið fimmta, af ritverkinu ^aga íslands sem virtist um skeið vera að lognast út af, og nýtt bindi íslenskr- ar Þjóðmenningar sem Hafsteinn Guðmundsson stóð fyrir að koma af stað af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.