Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 54

Andvari - 01.01.1991, Side 54
52 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI Paö er freistandi að hugsa sér að þessi hugmynd Kincks eigi almennt við hinn mikla áhuga íslendinga á norskum málefnum á þjóðveldisöld og stöðugar ferðir þeirra til Noregs, en hún á varla við í þessu sérstaka tilviki. Miklu fremur gæti hún skýrt ofsa Egils í átökum um föðurarf konu hans, landeignir í Noregi. Þar er þó kostur á mörgum öðrum skýringum, svo sem því að heiður konu hans var í veði eða skapgerð og kappi Egils sem er jafnan á eina lund þegar eignir eða réttindi eru annars vegar. Sættir Eiríks og Egils í Jórvík tengjast þessum erfðamálum aðeins lauslega og leysa þau ekki beint, enda er Eiríkur varla besti fulltrúi gamla landsins þar sem hann situr í útlegð á Norðymbralandi.8 Nútímalesandi á ekki annars úrkosti en taka söguna bókstaflega: Agli leiddist heima og hann langaði til að heimsækja vin sinn Aðalstein konung og sækja til hans sæmd og auð, enda átti hann sér þar ekki óvina von. Það getur svo farið eftir viðhorfum hvers og eins hvort menn trúa á áhrif af seiði Gunnhildar, en líklegt er að flestir hafi gert það á 13. öld. Ef við viljum lesa í málið dýpri merkingu getum við séð ferð Egils til Englands sem enn eitt dæmi um þann kraft sem dregur jaðarbyggjann að miðjunni í þeirri menn- ingu sem hann á heima í, sem dæmi um aðdráttarafl konunganna og sæmdar og auðs sem hjá þeim er að hafa, afl sem áður laðaði Þórólf eldri og Þórólf yngri að konungum og leiddi þá til dauða en hafði ekki enn fært Agli sjálfum annað en sæmd. Seinna stigið í ákvörðun Egils kemur þegar hann hefur brotið skip sitt í Humrumynni og frétt að hann sé kominn í ríki Eiríks. Um þetta segir sagan: Ok er þeir hittu menn at máli, spurðu þeir þau tíðendi, er Agli þóttu háskasamlig, at Eiríkr konungr blóðpx var þar fyrir ok Gunnhildr ok þau hgfðu þar ríki til forráða ok hann var skammt þaðan uppi í borginni Jórvík. Þat spurði hann ok, at Arinbjprn hersir var þar með konungi ok í miklum kærleik við konunginn. Ok er Egill var víss orðinn þessa tíðenda, þá gerði hann ráð sitt; þótti honum sér óvænt til undankvámu, þótt hann freistaði þess, at leynask ok fara hulðu hpfði leið svá langa, sem vera myndi, áðr hann komi ór ríki Eiríks konungs; var hann þá auðkenndr þeim, er hann sæi; þótti honum þat lítilmannligt, at vera tekinn í flótta þeim; herði hann þá huginn ok réð þat af, at þegar um nóttina, er þeir hgfðu þar komit, þá fær hann sér hest, ok reið hann þegar í borgina; hann hafði síðan hatt yfir hjálmi, ok alvæpni hafði hann. (177-78). Að ráði Arinbjarnar beygir Egill sig síðan fyrir valdi konungs, og fyrir milligöngu Arinbjarnar, sem er vinur beggja, samþykkir konungur boð Eg- ils: lofkvæði sem Egill geldur fyrir höfuð sitt. Egill viðurkennir hér að hann er ekki konungs jafningi, og vitaskuld hefur hann ekki unnið sigur yfir kon- ungi — slíkur sigur hefði brotið í bága við allan sennileika en þó umfram allt við hefðbundna vitneskju. Samt sem áður kemst Egill frá skiptum sínum við konunginn með eins miklum sóma og hugsanlegt er, þótt hann deili óneitan- lega þeirri sæmd með Arinbirni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.