Andvari - 01.01.1991, Side 121
ANDVARI
„SÖNGUR ER I SÁLU MINNU
119
leggja rækt við og áVaxta, þrátt fyrir erfið skilyrði. Hann var heill í því sem og
öllum lífsháttum sínum, er mótuðust við óvenjulega hörð kjör í uppvexti hans
á Sandi í Aðaldal á ofanverðri síðustu öld. Er ekkert of sagt í því um börn
Friðjóns gamla á Sandi, sem Arnór sonur Sigurjóns skrifaði í Æviágrip föður
síns 1967: „Börnin, er hann (Friðjón) ól upp síðustu áratugi aldarinnar, báru
þess öll einhver merki, að þau væru börn hallærisins. Fað kom ekki allt fram
í takmörkunum þeirra heldur einnig kostum, kröfum þeirra til sjálfs sín að
duga, nægjusemi, sparneytni, aðgæzlu um fjármuni og nærri einstrengingsleg-
um heiðarleika í fjármunalegum viðskiptum“.
Þetta er nokkuð harðfærnisleg lýsing en áreiðanleg, ekki síst um Sigurjón,
sem var elstur barnanna, og víst er að kröfuharka hans við sjálfan sig gerði
hann alvörugefnari en æskilegt gat talist um svo gáfaðan mann og andlega
frjóan. Kann það að hafa staðið list hans á vissan hátt fyrir þrifum, þrengdi
svigrúm sköpunarviljans. En þrátt fyrir kvaðir hins daglega amsturs varð Sig-
urjón að yrkja. Það var raunar hin mikla þversögn í lífi hans, að frá því hann
var ungur maður heima á Sandi var honum ekkert eins hugleikið og ritstörf og
skáldskapur. En það varð honum þó einungis tómstundaiðja, sem hann hafði
enga viðunandi aðstöðu til að rækja fyrr en á efri árum. Hann var fátækur
bóndi, tíu barna faðir og auk þess lengst af kvaddur til tímafrekra starfa í fé-
lagsmálum sveitar sinnar og héraðs.
III
Þrátt fyrir þessar aðstæður, sem eru að öllum líkindum óskiljanlegar nú-
tímafólki á íslandi, þá setti Sigurjón sér snemma ákveðin markmið í skáld-
skap sínum og hvikaði ekki frá þeim. Hið fyrsta var í því fólgið að koma á
samvinnu skynjananna, einkum heyrnar, sjónar og tilfinningar.
Sjálfur skýrir hann það nánar í sendibréfi (1941): „Aðaláherzluna hef ég
lagt og einkum framan af ævinni, á heyrnina, þ.e. það sem skáld kalla „söng-
inn í sálinni“. Framan af ævinni mátti heita, að mér væri ómögulegt að yrkja
án þess að heyra „sönginn innan að“. Mitt upphaflega skáldeðli virðist því
hafa verið tónlistarlegs eðlis. Og „af því eg hef engin hljóð, eg ætla að finna
rím í ljóð“. En orðlistinni kemur ekki vel saman við líkamlegt erfiði og þreytu
fremur en öðrum listum. Og því getur oft farið svo, að þreytt skáld finni ekki
„annað en tra, la, la“, og stundum ekki einu sinni það.-Til þess að lyriskt
Ijóð njóti sín til fulls, þarf það venjulega tóna við, þess sem venjulega er kall-
að lag og söngur, einmitt vegna þess, að það er tónlistarlegs eðlis. Og þetta
þarf höfundur sjálfur að leggja til, ef hann getur. En geti hann það ekki, sem
er hið venjulega, og geri aðrir það í staðinn, má við því búast, að það verði
með hætti frábrugðnum hinum upphaflega „innri söng“ höfundar.-“
Sigurjón nefnir hér innri söng og er óhætt að leggja áherslu á, að yfirleitt